Haha nei... hér eru smá staðreyndir
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Vanalega eru um 90% af notendum internetsins og þeirrar þjónustu sem það er boðið uppá Passívir, þeir taka við efni en miðla því ekki sjálfir. Þessi prósentutala er mismunandi eftir svæðum og umræðuefni.
Þetta sýna rannsóknir um notkun umræðusíðna.
Sjá nánar í: Nonnecke, B., & Preece, J. (2000). Lurker demographics: Counting the silent, Proceedings of the SIGCHI conference on Human factors in computing systems. The Hague, The Netherlands: ACM Press. p73-80.
http://en.wikipedia.org/wiki/Lurker.
Þannig að það eru alltaf ákveðnir aðilar sem taka þátt í umræðunni og ákveðnir sem hlusta. Þannig er þetta líka í samfélaginu, takið eftir næsta pólítíska fundi sem þið farið á, hversu margir spyrja spurninga?
Er Twitter-bólan sprungin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá vitum við það
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Lygar ríkisstjórnarinnar eru afar vandræðalegar.
Þeir hafa annaðhvort:
Trúað því sem mótaðilinn sagði "Þið eruð búin að skrifa undir þetta hérna!" og ekki viljað tala við þá sem gerðu minnisblaðið fyrir íslands hönd.
Eða
Ákveðið að þeim sé nákvæmlega sama um þetta Icesave dæmi og alveg sama um framtíð þjóðarinnar.
Því fyrr sem menn viðurkenna mistök sín og skort á samningstækni því fyrr getur samfélagið aftur orðið stolt.
Var undir forystu utanríkisráðuneytisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Algjör Tímasóun
Laugardagur, 6. júní 2009
Ef fíkniefni væru ekki ólögleg gæti lögreglan barist gegn alvöru glæpum. Það er tímasóun að elta uppi fíkniefnasala, neytendur og dreifingaraðila. Á meðan fólk vill nota fíkniefni verður starfssemi fíkniefnalögreglunnar alltaf eins og hundur að elta skottið á sér.
Hverjir græða á ólöglegri fíkniefnasölu???? Þetta eru billjónir dollara, evra punda og allra annarra gjaldmiðla á hverju einasta ári sem einhver fær í sinn vasa. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að fíkniefnagróði heimsins sé 50.000 milljarðar íslenska króna árlega (400 b$).
Ég fatta ekki af hverju fólk skilur ekki að aukin löggæsla virkar ekki!
Er fólk virkilega svona barnalegt? Kannski eru svo miklir hagsmunir í húfi að umræðan þroskast aldrei?
Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju fíkniefni þurfa að vera ólögleg? Það er vandræðalegt að segja að fíkniefni séu hættuleg, það vita það allir svo er líka stórhættulegt að éta þvottaefni en fáir gera það. Ég verð að fá að heyra í einhverjum sanntrúuðum, með góða og pottþétta útskýringu.
Rannsakar umfangsmikið fíkniefnasmygl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kleinuát og kaffiþamb
Föstudagur, 5. júní 2009
Gott að einhver er að funda til að laga ástandið.
Spurning samt á hverju strandar milli þessara herramanna?
Mér virðist nefnilega að helst vanti IMF menn til að semja við, þeir ráða jú stýrivöxtunum sem virðist vera helsta vandamál samtaka atvinnulífs og launamanna.
Viðræðum haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Icesave klúður Björgólfsfeðga
Föstudagur, 5. júní 2009
Gott að menn hafa loksins fengið hugmynd að því hvernig eigi að lenda þessu Icesave klúðri Björgólfsfeðga.
Spurning hvort þetta verði að einhverju meira en hugmynd? Kannski endar þetta í lausn?
Þór Saari stendur sig prýðilega að fá fólk til að tjá sig um það sem er í gangi. Fleiri þingmenn mættu haga sér eins.
En varðandi þessa fyrirhugaðu hugmynd, þá verður forvitnilegt að lesa bækur sagnfræðinga um það sem gerist bak við tjöldin þessa dagana. Ætli það komi ekki út um jólin.
Ekki fáum við neinar upplýsingar frá fjölmiðlum, svo mikið er víst.
Hugmyndir um lausn Icesave-deilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vandræðalegt Alþingi
Fimmtudagur, 21. maí 2009
Af nógu er að taka í skynsömum áríðandi málum sem hægt væri að ræða á Alþingi.
Af hverju festast menn alltaf í því að ræða minni og lélegri mál? Þetta er fáránleg staða.
Er ástæðan virkilega sú, eins og fræðin og spunameistarar halda fram, að stjórnmálamenn hræðast athyglina og vilja frekar sitja í skugganum, "láta hlutina þróast?" Er vænlegt fyrir stjórnmálamann að gera ekkert?
Kannski er eitthvað stórhuga á leiðinni frá ríkisstjórninni. Ég veit það ekki en málaskráin ætti að vera eitthvað á þessa leið.
Áríðandi málin
Krónubréfin, hver á þau og er hægt að breyta þeim í eitthvað skapandi?
Gjörgæsludeildir bankanna, setja reglur um upplýsingagjöf og ferla vegna sölu eigna úr deildunum.
Icesave, Auka upplýsingagjöf um stöðu mála og auka samvinnu Ríkisins/Alþingis við erlenda kröfuhafa.
Breyta stjórnarskránni þannig að Íslenska þjóðin sé skýr eigandi allra auðlinda. Það er nefnilega raunveruleg sú hætta að kröfuhafar Landsvirkjunar eignist virkjanir landsins á næstu misserum, tölurnar segja okkur það.
Stóru hægu málin
Hækka álögur á allar vörur sem auka kostnað samfélagsins og lækka þær á allar vörur sem minnka kostnað samfélagsins.
Fella niður skatt á öll farartæki sem nota innlenda orku.
Já, þetta er svona sem mér datt í hug þegar ég var að skrifa þessa færslu. Sjálfssagt er þetta "ekki hægt" af því eitthvað bull er einhvernveginn.
„Átti ekki að ræða eitthvað allt annað?“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfkrafa skráning á númerum við sölu
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Leiðinlegt að ekki sé hægt að skella inn tillögu snöggvast að lagabreytingum til alþingis og reddað þessum tveimur málum.
Framleiðslunúmer ætti að vera skráð sjálfkrafa í gagnagrunn þegar hjól eru seld.
Lögreglukórinn og stolnu hjólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gerum allt til að losna við olíuna
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Við þurfum að setja allt kapp á að hætta að kaupa olíu og aðra orku erlendis frá.
Alþingi verður að fara að breyta lögum þannig að þetta gerist eins hratt og mögulegt er.
Til dæmis með því að hækka álögur á erlenda orku.
Repja framtíðareldsneyti fiskiskipaflotans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eðlilegt
Föstudagur, 15. maí 2009
Skilar meiru í ríkiskassann og allir sáttir. Nema neytendur verða brjálaðir til styttri tíma. Það er bara svo þjóðhagslega hagkvæmt að drekka vatn úr krananum. Við eigum engann pening núna til að dæla í okkur kókinu, bjórinn er líka nógu andskoti dýr fyrir.
Aukinheldur vona ég að skattur á bensín og díselolíu verði aukinn um 8000%. Gefa fólki ár eða tvö til að skipta yfir í rafmagnsbíla.
Þegar/ef við förum í ESB ráða lobbyistar í Brussel þessu öllu fyrir okkur.
Sykurskattur fyrir lýðheilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kjörtímabil
Föstudagur, 15. maí 2009
ehemm
Eru þingmenn og ráðherrar ekki bara á launum meðan kjörtímabil varir? Eða þar til ný ríkisstjórn tekur við?
Þessu þarf að breyta snöggvast.
22 á ráðherralaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)