Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Skref í rétt átt

Þetta er skref í rétta átt, að færa auðlindir sjávar til þjóðarinnar.

En af hverju einungis viðbótarkvóta? Voru menn hræddir við að stíga lengra?

Það er þingmeirihluti á Alþingi fyrir fyrningarleiðinni, en að sjálfssögðu þarf að taka tillit til þess að fjölmiðlar landsins eru á útopnu við að selja ákveðna skoðun til fólks.

Það var því erfitt fyrir ríkisstjórninni að afgreiða þetta mál almennilega, sérstaklega þegar hún er búin að klúðra mikilvægum málum illa síðustu misserin. Hún hefur einfaldlega engan slaka lengur til að gera það sem henni langar. En af því þessi leið var farin, að úthluta viðbótarkvóta til að fresta slagnum um eignaréttinn yfir fiskveiðiheimildum, opnast nú sá möguleiki að umræðunni er hægt að tvístra úr stórbrotinni umræðu um framtíð lands og lýðs yfir í ómerkilega útúrsnúninga á borð við það sem sést hefur í Icesave málinu.

"Ofveiði á skötusel", verður fyrirsögnin á næsta bækling LÍÚ, Moggans og hinna .is blogganna. Það er tímaeyðsluumræða sem gæti alveg snúið almenningsálitinu frá því að fella niður eignarrétt á fiskveiðiheimildum. Það er miður.


mbl.is Skötuselsfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappírsútgáfa er ömurlegt fyrirbæri

Djö... rugl að bíða með útgáfuna frammyfir páska.

Hefði verið upplagt að lesa þetta í páskafríinu, greinilegt að þessir menn vinna hjá hinu opinbera:)

Það er nóg til af fólki sem væri til í að binda pappírinn inn í snatri, við þurfum ekki að bíða frammyfir páska. Katla gæti líka verið byrjuð að gjósa og athyglisgáfan nennir ekki að stara á skýrslu þegar svoleiðis sýning er í gangi.


mbl.is Skýrslan kemur 12. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman þegar vel gengur

Það er alltaf gaman að fá fréttir að góðu gengi, en ef maður hefði átt að læra eitthvað af efnahagshruninu væri það að taka svona upptalningu á tölum með fyrirvara.

Þetta eru samanburður milli tveggja ára! Ekki tiltekið hvað valdi þessum miklu breytingum! Brúttó er ekki Nettó og svo er þetta svo gagnrýnislaust maður hugsar bara um ársfjórðungsuppgjör hjá Existu þegar maður les þetta.

Hvað olli tæplega 30% aukningu hagnaðar milli ára? Umfjöllun um það hefði verið frétt sem hægt væri að læra eitthvað af.


mbl.is Hagur sjávarútvegs batnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samhliða rafsegulskaut hliðra atómum

Er thetta eitthvad vandamál, er ekki bara hægt ad hlidra atómum med tvi ad nota rafsegulskaut sem ferdast fyrir framan farartækid til thess arna?

Tek thad fram ég hef enga thekkingu á edlisfrædi en ef ég væri ad skrifa vísindaskáldsögu myndi ég hafa thetta svona:)


mbl.is Sársaukafullt að nálgast ljóshraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða leiðindi?

haha þetta er slappt. Ekkert kosningasjónvarp? Hvert á maður að fara á kosningavöku? Þarna er tækifæri fyrir einhvern að græða helling af pening!

En að efninu

Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins og í stað þess að vera með eða á móti eru menn búnir að búa til einhvern súkkulaði leik útúr þessu. "Þessi kosning skiptir engu máli því lögin eru handónýt". Meiraðsegja Ríkissjónvarpið spilar með.

Ég spyr þá bara eins og fávís #$%#%/& - fyrst lögin eru svona handónýt af hverju þurfti þá að keyra þau í gegn?

Það var eins gott fyrir fólkið í landinu að Forsetinn vísaði lögunum í þjóðaratkvæði. Annars hefði þessi vilji allra ekki komist upp á yfirborðið. Menn gætu enn notað heitupottavörnina og sagt að ríkisstjórnin hefði erft þetta erfiða mál og klárað það eftir "bestu getu".

Þessi "besta geta", eins og við vitum núna var í besta falli kæruleysi og áhugaleysi gagnvart þessu máli yfirhöfuð er ekki lengur í myndinni. Lögin eru og voru alltaf handónýt og það eina sem eftir stendur er að allir sem greiddu atkvæði með þeim hafa verið gripnir í lygi.

Hvað ætla menn svo að gera ef lögunum verður ekki synjað? Er þetta aftur orðið að bestu mögulegu niðurstöðu í þessu erfiða máli sem fyrri ríkisstjórnir skildu eftir? Það kæmi mér ekki á óvart ef þannig hljómaði "hin" fréttatilkynningin sem útbúin hefur verið í stjórnarráðinu. Þ.e.a.s ef menn hafa lært eitthvað af klúðri stjórnarráðsins í byrjun árs í tengslum við synjunar staðfestingar Forseta. Ef ekki er ekki til nein fréttatilkynning og engin formleg viðbrögð hafa verið undirbúinn þegar fyrstu tölur koma. Mér finnst líklegra það verði staðan klukkan 22:30 í kvöld.


mbl.is Aukafréttatímar í stað kosningavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar landsins

 

Tekið beint af; http://blogg.visir.is/tj/2010/02/26/listi-yfir-politiskt-eignarhald-og-stjornun-fjolmi%C3%B0la/#comments

 

 

  • Morgunblaðið og mbl.is - Sjálfstæðisflokkurinn (þjóðernisarmur)
  • DV og dv.is - Sjálfstæðisflokkurinn (landlausi armurinn)
  • RÚV - Sjálfstæðisflokkurinn (hér er átt við útvarpsstjóra sem er nánast alvaldur)
  • Skjár 1 - Sjálfstæðisflokkurinn (útrásararmurinn)
  • Amx.is - Sjálfstæðisflokkurinn (fasíski armurinn)
  • Viðskiptablaðið og vb.is - Sjálfstæðisflokkurinn (frjálshyggjuarmurinn)
  • Víkurfréttir og vf.is - Sjálfstæðisflokkurinn (Suðurnesjaarmurinn)
  • Eyjan.is - Sjálfstæðisflokkurinn/Framsóknarflokkurinn (evrópusinnar)
  • Pressan.is - Sjálfstæðisflokkurinn/Framsóknarflokkurinn (frjálshyggjuarmar)
  • 365 miðlar - Sjálfstæðisflokkurinn/Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin (evrópuarmar)
  • Útvarp Saga - Sjálfstæðisflokkurinn(öfgakristni þjóðernsihyggu-armurinn), Frjálslyndi flokkurinn og svo kannski eitthvað meir.
  • Miðjan.is - Samfylkingin
  • Smugan.is - Vinstri grænir (er lokuð vegna fjársveltis til a.m.k. 1. mars)
  • This.is/nei - Vinstri grænir/Borgara-/Hreyfingin
  • Svipan.is - Borgara-/Hreyfingin

 

 



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband