Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Skuldir, eignir og tilfinningar

Aðal umræðan í þvottahúsinu hérna á Nörrebro í dag er búin að vera um af hverju ekki sé ódýrara að nota lághita þvott heldur en venjulegan. Sama verðið er á þvottinum hvort sem það séu 90° eða 30° og þetta finnst Baununum heldur lélegur reikningur.

Við greiðum nefnilega 10 krónur fyrir hvert skipti sem þvegið er, óháð hitastigi.

Aðalumræðan í þvottahúsinu á Miklubrautinni var vafalaust hvenær vöruverð fær á sig "nýja verðið" vegna veikingar krónunnar, mér finnst betra að þurfa ekkert að óttast það. Þó á maður alltof mikið af þessum krónum eftir heima og þær hafa hrapað í verði undanfarið.

Mæli með því að fólk lesi þessa grein http://www.baldurmcqueen.com/content/view/543/3/.


Nú verður einhver brjálaður

Gaurinn sem var að flytja þetta inn til Bandaríkjanna eru vafalaust hoppandi vondur núna, aumingja kallinn.

Legg til að stofnaður verði söfnunarreikningur fyrir hann.


mbl.is 1500 kg af kókaíni gerð upptæk í Panama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsendir

Það er nokkuð ljóst að Ísland og krónan hafa ekki traust núna. Ég trúi ekki blint á hagfræði þannig ég ætla ekki að fara að reikna þetta ofan í ykkur. Félagsfræðilegar breytingar eru miklu áhugaverðari og áhrifameiri.

Þetta vandræðaástand hefur leitt til þess að Evru björgunarhringurinn virðist rökréttur og ESB innganga það rétta í huga fólks.

Af hverju?

1. Þá geta spákaupmenn ekki eyðilagt allt fyrir okkur.

2....

Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan get ég ómögulega fundið fleiri rökfræðilega punkta sem komið hafa fram í umræðunni síðustu daga.

Stóru tíðindin í þessu eru vafalaust þau að við Íslendingar erum kannski ekki jafnmiklir markaðshyggjumenn og við höfum látið skína í undanfarið. Sveiflur á markaði eru nefnilega eðlilegar og í raun partur af leiknum sem allir hafa elskað undanfarið.

Núna þegar við erum öll orðin minni en við vorum og allt það skulum við ræða hvaða raunverulegu áhrif innganga í Evrópusambandið mun hafa á daglegt líf og líf næstu áratugina? Brýnustu málin núna eru í mínum huga...

1. Mun ungt fólk hafa efni á því að kaupa sér sitt eigið húsnæði þegar það byrjar að búa?

2. Verður vöruverð lægra?

3. Munu gjaldeyrissveiflur hætta að skipta máli?

4. Hvaða núgildandi lög falla úr gildi?

5. Hvaða lög og reglur verða ákvarðaðar af Brüssel?

6. Hvaða lög og reglur verða ákvarðaðar af Alþingi?

7. Hvað verður um fríverslunarsamninga sem við höfum gert við lönd eins og Kína?

8. Verður Þýskukennsla efld?

9. Verður Davíð Oddsson atvinnulaus?

10. Ætlum við að veiða fisk útum alla Evrópu?

11. Verða það sömu fiskifræðingarnir sem mæla fiskinn í sjónum?

12. Hvað fáum við marga þingmenn á Evrópuþingið?

13. Verður partý?


mbl.is Krónan veikist enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetni og aftur Vetni - ekkert er betra

Ég er orðinn harður fylgismaður þess að Vetni verði orkugjafi framtíðar.

Metan og lífrænn massi er einungis annað nafn á olíu og kolefnisorkugjöfum ásamt því að skapa sama CO2 losununarvandamálið.

Vonandi verður þetta þannig að maður keyrir vetnisbílinn sinn að orkustöðinni og þar er vatn á tank eða vatn úr á tengt við rafmagnslínu sem efnagreinir vatnið um leið og því er dælt á bílinn.

Fékk hugmyndina hjá http://svavarjonatans.blog.is/blog/svavarjonatans/.


Íslenskt Já takk!

Af hverju er lögreglan að eyðileggja innlenda framleiðslu?

Veit fólk ekki að það er viðskiptahalli?


mbl.is Sýknaður af ákæru um kannabisræktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðan að breytast!

Hægt og rólega er umræðan um bönnuð fíkniefni að breytast.

Vonandi endar þetta með því að öll fíkniefni verða leyfð og við getum einbeitt okkur að því að draga úr neyslu þeirra frekar en að stoppa einstaka gáma og sendingar. Jafnframt mun ofbeldi líka minnka því það verða jakkafataklæddir menn sveittir við tölvuskjá sem fylgjast með markaðnum frekar en handrukkarar og fólk með vafasama fortíð.


mbl.is Verja notkun kókalaufsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi bara byrjunin

Öll fíkniefni eiga að vera leyfð.


mbl.is Maríjúana hugsanlega lögleitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréfarólan

Fyrst var þetta sælan

Nema DeCode fælan

Svo kom lánsdælan

En samt byrjaði ælan


mbl.is Úrvalsvísitalan lækkar um 1,41%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór hattur

Sem er settur á axlirnar í stað höfuðsins.


mbl.is Ný regnhlíf vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband