Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Sammála

Mbl ætti að gera svona "like" hnapp á síðunni sinni.

Svo ætti fjárfestingastefnan að vera meira í höndum sjóðfélaganna sjálfra til að gulltryggja að þessi misnotkun eigi sér ekki stað.


mbl.is Ekki tæki til að fjármagna ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa rekin fyrirtæki?

... og enn skrýtnari "frétt". Í raun ætti þetta að kallast áróður. Kannski mbl ætti að búa til nýja flipa á síðunni sinni?

Hvað segir þetta um hvernig sjávarútvegsfyrirtæki eru rekin í dag? Þola ekki 20 ára til að endurskipuleggja sig, skuldirnar eru greinilega of miklar fyrir þetta lið. Leyfum þeim að hvíla sig.

Svo væri ekki verra að halda uppi faglegri umræðu um fiskveiðar í kringum landið, fólk ætti ekki að láta bjóða sér að skrifa svona hálfkák. Hvar er stoltið í blaðamönnum?

Ég skal byrja að tjá mig, ég hef ekki hugmynd um hvað er best. En ég er þess fullviss að þegar einhver hugmynd kemur fram sem mér lýst á, þá veit ég hvað er best. Fáar eða engar hugmyndir komast á leiðarenda í gegnum stóru miðlana og ég hef ekki hugmynd hvar menn ræða sjávarútvegsmál annarsstaðar og í raun myndi ég aldrei nenna að taka þátt í slíkri grunn umræðu, til þess hef ég alltof takmarkaða þekkingu á brælu, hrygningarsvæðum, fiskifræðingum, líú, tog, nót og hvað þetta heitir allt útá sjó. Ég bara veit að það er einhver sem veit hvernig þetta allt virkar en hann er bara aldrei settur á síðurnar sem ég les. Í staðin fæ ég bara rusl eins og þessa frétt til að lesa.


mbl.is Félög með helming kvótans í þrot vegna fyrningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband