Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Siðanefnd þingsins, hvað er það?

Kannski eitthvað sem ætti að setja upp á Alþingi snöggvast?
mbl.is Upplýsir um stuðningsmenn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á réttri leið

Þarna er greinilega verið að hlusta á 10 ára reynslu fagfólks um hvernig sé best að berjast við fíkniefnadjöfulinn.

Gaman að sjá fagmennskuna komast inn í baráttuna við fíkniefni. Vonandi að lögguleikirnir hverfi á næstu áratugum með þessu áframhaldi.


mbl.is Kosið um kannabis og heróin í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju einkamál?

Milljarða fjárfestingar í bönkum með engum veðum geta ekki og mega ekki vera einkamál fjárfesta.

Lítum bara í kringum okkur ef okkur vantar ástæðu.

Ef þessi kaup segja manni eitthvað þá er það það að starfsmenn Glitnis voru í óðaönn að auka verðmæti hlutafjár. Glataðar fjárfestingar Jakobs eru ekki einsdæmi, fleiri fjárfestar með stærri og minni hluti glötuðu einnig öllu sínu í svipuðum aðgerðum.

Það sem frétt Morgunblaðsins sagði var ekki rangt, því starfsfólk gerir væntanlega það sem eigendur vilja. Ef eigendur vilja auka virði hlutafjár með aukningu á skuldsettum hlutafjárkaupum, er það gert. Sama til hverra þurfi að leita. Morgunblaðið blandaði bara saman of mörgum hlutum, þeir hefðu frekar átt að nota Stím sem dæmi um fórnarlömb/þáttakendur í svikamyllunni.

Galdurinn er semsagt að hugsa fyrir innan kassann og takmarka sig við eitt í einu.


mbl.is Yfirlýsing frá Stími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra stjórnar þá engu!

1. Einungis persónur geta stjórnað ríkisvaldinu.

2. Persónur bera ábyrgð á sínum eigin gjörðum.

Ef þær persónur sem titlaðar eru sem stjórnendur ríkisins, stjórna ekki geta þær ekki borið ábyrgð. Hljómar vel hjá Geir, eflaust satt og rétt.

Þá er bara að svara upphaflegu spurningunni, hver stjórnar landinu?


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ron Paul

Ron Paul hefði átt að vera kosinn.
mbl.is Það sem Bush og Obama eiga sameiginlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá upplýsingar

Gott að einhverjar upplýsingar eru byrjaðar að berast úr skilanefndunum.

Nú væri fróðlegt að sjá fréttir um hvað kunnugum finnst um þessar aðgerðir.


mbl.is Uppgjörið tekur nokkur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei

Thetta eru gögn sem ég á, ad hluta.

Ég vil frekar fá thetta vidtal sent til mín, hvort heldur sem er med tölvupósti eda á annan hátt.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opnið björgunarferlið

Leynilegar björgunaraðgerðir hjálpa ekki þjóðinni, við þurfum meiri upplýsingar um meintar björgunaraðgerðir.

Með því að miðla meiri upplýsingum væri hægt að byggja upp tapað traust.

En ef áfram verður hjakkað í sama farinu, leynd aukin og meira grín gert að okkur, eykst engin samstaða um eitt né neitt. Munum það.


mbl.is Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kergja

Mikið er ríkisstjórnin vitlaus, þeir þurfa ekki annað en að opna umræðuna og auka sýnileikan á björgunarferlinu til að minnka ólguna í samfélaginu.

Það er að segja ef eitthvað vit er í björguninni, hmm ef ekkert vit er í þessu þá er það kannski ástæðan fyrir kergjunni?


mbl.is Önnum kafin við björgunarstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein Agnesar skilaði þá einhverju

Glitnir mun greinilega semja þessar nýju lánareglur með það að leiðarljósi að slík lán verði ekki afgreidd án vitundar og vilja nýrra eigenda bankanna, fólksins.

Það væri hið minnsta eðlilegt í ástandinu í dag, efast samt stórlega um að þetta sé hugmyndin. Það er vafalaust bara verið að setja meiri leynd yfir ferlið, það er svosem við hæfi miðað við annað sem er í gangi.


mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband