Af hverju einkamál?

Milljarða fjárfestingar í bönkum með engum veðum geta ekki og mega ekki vera einkamál fjárfesta.

Lítum bara í kringum okkur ef okkur vantar ástæðu.

Ef þessi kaup segja manni eitthvað þá er það það að starfsmenn Glitnis voru í óðaönn að auka verðmæti hlutafjár. Glataðar fjárfestingar Jakobs eru ekki einsdæmi, fleiri fjárfestar með stærri og minni hluti glötuðu einnig öllu sínu í svipuðum aðgerðum.

Það sem frétt Morgunblaðsins sagði var ekki rangt, því starfsfólk gerir væntanlega það sem eigendur vilja. Ef eigendur vilja auka virði hlutafjár með aukningu á skuldsettum hlutafjárkaupum, er það gert. Sama til hverra þurfi að leita. Morgunblaðið blandaði bara saman of mörgum hlutum, þeir hefðu frekar átt að nota Stím sem dæmi um fórnarlömb/þáttakendur í svikamyllunni.

Galdurinn er semsagt að hugsa fyrir innan kassann og takmarka sig við eitt í einu.


mbl.is Yfirlýsing frá Stími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband