Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Markhópur

Bandarískir fjárfestar í Frakklandi? Hvað ætli það sé breiður hópur fólks?

Annars er alltaf varhugavert að birta svona fréttir, þær þjóna augljóslega einhverjum tilgangi. Ætli fólk eigi að hugsa "já gott að allir valdhafar á vesturlöndum séu núna vinir og sammála um óvini sína".


mbl.is Bandarískir fjárfestar hrifnir af Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona að sjálfstæðisflokkurinn frétti ekki af þessu?

Þeir gætu viljað hætta við.


mbl.is Glitnir í samstarf við indverskt orkufyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að?

Af hverju fær fólk sér ekki ódýrari tösku erlendis fyrst það er á annað borð að fara til útlanda til að versla glingur?


mbl.is Stórar töskur víða uppseldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíkniefnakönnunin.

Ég setti upp skoðanakönnun á síðuna varðandi Fíkniefni. Skemmst er frá því að segja að meirihluti lesenda þessa blogs eru fylgjandi því að gras verði leyfilegt.

Leyfa allt 16,7%
Leyfa gras 57,4%
Leyfa allt nema berserkssvepp 7,4%
Banna allt 18,5%
54 hafa svarað
Áhugaverð tölfræði. 81,5% vilja leyfa fíkniefni. 7,4% lesenda eru fylgjandi röksemd Hannesar Hólmsteins um að berserkssveppur valdi vaxandi ofbeldishneigð neytanda.
Vonandi taka Sameinuðu Þjóðirnar þetta upp á næsta Allsherjarþingi.

Flopp-y

Af hverju þarf að senda tölvudiska í pósti yfirhöfuð?

Eru ekki allar svona upplýsingar á netþjónum sem ferðast ekki. Fara bara í eitt ferðalag í brennsluofninn þegar tilgangi þeirra líkur.


mbl.is Tölvudiskar með persónuupplýsingum um barnabótaþega týndust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárhættuspil

Skrítin tilhugsun að íþrótta og æskulíðsmál standi og falli með því að fólk spili fjárhættuspil. En svona er þetta víst, sjáum bara HHÍ og Happadrætti SíBS.

Af hverju ekki að fara alla leið og leyfa regnhlífasamtökum íþrótta- og æskulýðsfélaga, menntastofnana, Stéttafélaga, Starfsmannafélaga og góðgerðastofnana að reka allar tegundir fjárhættuspils? Þá þyrfti ÍBS ekki að troða sér inn í starfssemi UMFÍ.

Allavega er greinilegt að það verði að móta smá stefna til framtíðar um hvernig þessi samfélagsþjónusta eigi að vera rekin.


mbl.is Barist um lottópeningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins...

sjáum við vonandi fram á breytta tíma í fangelsismálum BNA, sem hafa því miður verið fyrirmynd misvitra embættismanna um allan heim.

7,9,13


mbl.is Bandaríska fangelsiskerfið „dýrt og óskilvirkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsaka betur

Hmm áhugavert, þetta þarf að rannsaka betur.
mbl.is Kannabis gegn brjóstakrabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt

Vonandi verða meiri fjármunir settir í forvarnastarf gegn neyslu fíkniefna. Við þurfum á því að halda.
mbl.is Viljastyrkur ungs fólks skiptir mestu í baráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignamyndun

Back in the days var pólítískt álitið að sem flestir Íslendingar þyrftu að eignast sína eigin íbúð eða hús.

Núna vita allir að venjulegt fólk getur ekki keypt sér passlega íbúð, í þessu ástandi. Þegar lánin frá bönkunum hófust jókst aðgangur að lánsfé og peningar misstu hreinlega verðgildi sitt, milljón þá er sama og þrjár-fjórar í dag.

Ætli það sé enn pólítískt álitið að Íslendingar eigi að eignast sína eigin íbúð? Til að tryggja fólki salti út á grautinn í ellinni og eitthvað í arf fyrir krakkana. Núna er meðalaldur reyndar svo hár að þegar erfðaskráin er lesin er stutt í að erfingjarnir hætti sjálfir að vinna. Einnig höfum við flest val um aukinn lífeyrissparnað sem, ef reikningsdæmin eru rétt, á að vera um sama upphæð og íbúð. Hins vegar má ekki gleyma því að maður borgar alltaf fyrir húsnæði, bara spurning hvort það er í leigu eða í uppí lánið.

Allavega vona ég að samfélagið (íbúðalánasjóður) muni áfram tryggja eignamyndun almennings um ókomna framtíð.

Bendi fólki á að kíkja á http://framsokn.is/, þar eru fróðlegar greinar um þetta ástand.


mbl.is Launin 680.000 til íbúðarkaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband