Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Leyfum þetta eitur.
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Fólk vill framleiða, kaupa, dreifa, selja og nota fíkniefni. Hefur alltaf og mun alltaf.
Af hverju ekki hætta að hundelta bransann og leyfa fíkniefnaviðskiptin?
Kapítalisminn þarf á nýjum bransa að halda núna, sérstaklega eftir að fátæka fólkið í bandaríkjunum rændi 400 milljörðum dala. Ef Fíkniefnabransinn færi á markað í kauphallir heimsins myndi það tryggja góðan hagvöxt næstu árin.
Útflutningsvirði ópíums og heróíns frá Afganistan 4 milljarðar dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frekar ónákvæm skoðanakönnun.
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Á ekki að sýna gröf og nánari greiningu, hversu stór var markhópurinn?
"Margir lesa Morgunblaðið, nokkuð fleiri Fréttablaðið og einhver hluti DV og aðra miðla."
Margir hafa orðið að hætta við íbúðakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hræðsluáróður
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Ég myndi ekki segja að þessi samtök væri ekki fáránleg. Það vantar fleiri vísindamenn í þessi samtök.
6 niðurstöður á Google fyrir Norges Miljövernforbund, hvað er það? Ekki traustvekjandi.
Þráðlaust net burt úr skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dilkar
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Kannski hafa þessir mennt lent í læri hjá Keflvíkingum?
Það hefur lengi verið vinsælt að kenna Keflvíkingum um flest slagsmál. Ætli nú sé komið að Pólverjum? Svo seinna verður það einhver annar hópur.
Fordómar eða (ég leyfi mér að búa til nýtt samsett orð) FyrirÁkvarðanir, munu einkenna flest alla umræðu um neikvæða hluti sem hægt er að tengja beint minnihlutahópum. Ætli þetta sé ekki gert til að friða fólk? (bæði lesendum og lýsara) Það er jú alltaf þægilegra þegar ógnandi/sérkennileg hegðun tilheyrir einhverjum hópi sem hægt er að skilgreina og forðast.
Vandamálið er ekki Pólverjar, heldur einstaklingar sem kunna ekki að hegða sér.
Dónaleg framkoma ekki liðin“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er Nintendo maður
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Alveg frá því maður safnaði sér fyrir gömlu Nintendo tölvunni fyrir löngu hef ég alltaf verið hrifinn að vörumerkinu Nintendo, þeir eru eins og Willy Wonka tölvuleikjaheimsins..
Þoli ekki Sega, PlayStation eða X-Box og hvað þær heita allar þessar tölvur. Nintendo er málið.
Kannski maður sæki um vinnu hjá Nintendo?
Wii eða vein um jólin - Nintendo nær ekki að anna eftirspurn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hjóla hvert sem er (í brekkulausri Danmörku)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Gaman að sjá Parísarbúa ferðast um á hjóli og fleiri tæki knúin hreyfiaflinu, þó flestir hafi eflaust verið í einkabíl.
Eitt sem ég er að hugsa varðandi þetta verkfall, flestir fjölmiðlar hafa fjallað um hví stéttarfélög haldi þau hafi rétt á því að raska daglegu lífi fólks. Nota það sem rök að Frakkar hafi kosið Sarkozy og með því allar breytingar á atvinnulífi og samfélagi sem hann boðaði = Fólkið hefur kosið og ekki má gera neitt á móti því.
Það er nú einu sinni þannig að fólk hefur rétt á því að fara í verkfall, enda sé síðasta úrræði launafólks til að semja um sín mál. Þó Frakkar ofnoti á "okkar" mælikvarða verkföll finnst mér samt mjög mikilvægt að verkfallsréttinum sé gert hátt undir höfði.
Hvað gerist þegar allir hætta að fara í verkfall? Getur verið að við lendum í tímavél þar sem viðkvæðið verður að allir geti samið um sín laun sjálfir, óþarfi sé að bindast samtökum launafólks til að vinna að framgangi sinna mála? Það er hættulegt þegar fólk lætur enn eitt mótstöðuafl litla mannsins fjara út því það sé asnalegt að vera með vesen.
Lifi byltingin.
Hlaupahjólin reynast vel í verkfallinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eðlilegt verð - en mætti vera hærra
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Við þurfum á dýrri olíu að halda, svo rándýru umhverfisvænu kostirnir verði hagstæðari. En af hverju ætli eftirspurnin sé svona mikil eftir olíu núna? Er minna af henni? Er komin demantakerfi á dreyfinguna? Er byrjað að nota olíu í fleiri hluti?
Ég veit ekki hvað Baunarnir nota til að hita upp hús eða framleiða mestan hluta rafmagns en þess fyrir utan nota ég hjólið mitt og tvo jafnfljóta til alls brúks.
Olíuverð nálgast 100 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenskir samningar
Mánudagur, 5. nóvember 2007
Að ná samningum um Hatton-Rockall málið er mjög mikilvægt fyrir land og þjóð.
Allt frá Gamla sáttmála og Jónsbók höfum við verið lunkin í samningatækni. Sjá til dæmis árangur Íslenska ríkisins varðandi landgrunn í suðurhluta Norsk-Íslensku Síldarsmugunnar, sem skrifað var undir þegar Valgerður Sverrisdóttir var utanríkisráðherra.
Sjá pistil Valgerðar um málið frá því í febrúar.
Tefur framgang Hatton-Rockall málsins að reka það í fjölmiðlum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forysta Sjálfstæðisflokksins í REIGGE málinu gleymd.
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Sjálfstæðisflokkurinn fagnar núna þeirri niðurstöðu að þeirra kappsmál hefur verið afturkallað. Mér finnst menn gleyma því furðu fljótt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur frá síðustu Borgarstjórnarkosningum. Allt sem gert hefur verið í stjórn og stefnumótum OR hefur verið að undirlagi Sjálfstæðisflokksins. En það skiptir engu, því þegar þetta mál sprakk í öreindir er skuldinni komin á Binga Diablo.
Fyrirsagnir eins og Bingi barinn til hlýðni í nýja meirihlutanum Á enginn að taka pokann sinn annar en Vilhjálmur, Björn Ingi? (Er Villi hættur?) Bingó laminn til hlýðni og fleiri góðar gera lítið úr staðreyndum REIGGE málsins. Já, það er alltaf jafngaman að lesa skrif merkra bloggara um hvað Bingi sé siðspilltur glæpamaður. En hvað hefur Bingi gert í raun og veru?
x Hann myndaði nýjan meirihluta án þess að Gísli Marteinn vissi af því fyrirfram? Og hvað með það? flokkurinn var hvorteðer búinn að setja upp fórnaraltarið fyrir Villa og Bingi átti að fara sömu leið.
x Hann er svo andskoti siðspilltur. ? veit ekki hvað menn hafa fyrir sér. Kannski það að hann myndaði meirihluta með Sjálfstæðismönnum eftir síðustu borgarstjórnarkosningar kannski það hafi eitthvað komið því við að VG sprengdu R-listann af því Framsókn var svo andskoti leiðinleg og asnaleg og siðspillt?
x Fólk þolir hann og okkar flokk ekki af því við getum ekki drullast til að veslast upp og hætta að vera til? Oft er þó hægt að vinna með Framsóknarflokknum þegar á reynir.
x Hann studdi sameiningu REI og GGE eins og allir aðrir, enginn var á móti þegar kosið var.
x Hann vildi ekki selja sameinað félag REIGGE á niðursettu verði strax að hætti Hönnu Birnu. Enda ekki nema von, fólk var brjálað yfir sameiningunni.
x Hann er svo siðspilltur. ... já þessi punktur kemur oft fyrir.
x Hann var í fínni utanlandsferð í Kína með hinu ríka pakkinu þegar ósköpin dundu yfir. Reyndar af því Faxaflóahafnir (annað stórfyrirtæki borgarinnar) er komin í sambönd við eina af stærstu höfnum Kína.
x Hann er með ör í framan. Al Capone var líka með Ör í framan.
Ég sé ekki fleiri málefnaleg atriði, en þessi umræða heldur vonandi áfram.
En snúum okkur að tengdu máli, af hverju virðist svo sem allir hati okkur Framsóknarmenn? Erum við þessi holdgervingur siðleysis sem allir sem hugsa og tala um? Hefur Finnur Ingólfsson enn þessi svakalegu sterku áhrif á allan flokkinn. Finnur Ingólfsson er litríkur karakter, hann hætti sem ráðherra og varð Seðlabankastjóri (var það ekki síðasta embættismannaverk hans? Eins og Dabba) Svo hætti hann því og keypti Búnaðarbankann með öðrum á svipuðu verði og Björgúlfarnir Landsbankann (þeir fengu reyndar afslátt). Hann varð svo á einhverjum tímapunkti forstjóri Vís. Svo hefur hann á undraverðann hátt verið lykilspilamaður í Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga, fyrirtæki sem allir héldu að hefði verið lagt niður og var í raun í eigu allra sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum en hann og aðrir merkir menn stjórnuðu í skjóli þess að þeir höfðu mætt á fundi. Hvað er annars að frétta af því máli, átti ekki að greiða út einhvern helling? Núna hefur Finnur Ingólfs stundað fjárfestingar, tapaði helling á Icelandair, á hlut í verkfræðiskrifstofu og fullt af öðrum fyrirtækjum. Eignatengsl Finns er hægt að rekja til flestra fyrirtækja á Íslandi ef menn vilja. Svo er Finnur með leiðinlega rödd, það er algjörlega óásættanlegt. En Finnur er Finnur og Framsóknarflokkurinn er Framsóknarflokkurinn. Rétt eins og Árni Johnsen er persónulegur harmleikur og Sjálfstæðisflokkurinn er Sjálfstæðisflokkurinn.
Já já gaman gaman...
Björn Ingi: Alls ekkert skipbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)