Ég hjóla hvert sem er (í brekkulausri Danmörku)

Gaman að sjá Parísarbúa ferðast um á hjóli og fleiri tæki knúin hreyfiaflinu, þó flestir hafi eflaust verið í einkabíl.

Eitt sem ég er að hugsa varðandi þetta verkfall, flestir fjölmiðlar hafa fjallað um hví stéttarfélög haldi þau hafi rétt á því að raska daglegu lífi fólks. Nota það sem rök að Frakkar hafi kosið Sarkozy og með því allar breytingar á atvinnulífi og samfélagi sem hann boðaði = Fólkið hefur kosið og ekki má gera neitt á móti því.

Það er nú einu sinni þannig að fólk hefur rétt á því að fara í verkfall, enda sé síðasta úrræði launafólks til að semja um sín mál. Þó Frakkar ofnoti á "okkar" mælikvarða verkföll finnst mér samt mjög mikilvægt að verkfallsréttinum sé gert hátt undir höfði.

Hvað gerist þegar allir hætta að fara í verkfall? Getur verið að við lendum í tímavél þar sem viðkvæðið verður að allir geti samið um sín laun sjálfir, óþarfi sé að bindast samtökum launafólks til að vinna að framgangi sinna mála? Það er hættulegt þegar fólk lætur enn eitt mótstöðuafl litla mannsins fjara út því það sé asnalegt að vera með vesen.

Lifi byltingin.

 


mbl.is Hlaupahjólin reynast vel í verkfallinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband