Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Girðing stoppar ekki fræ

Þar höfum við það, efðabreyttar plöntur fjölga sér á Íslandi.

Veit ekki allveg hvað manni á að finnast um þetta. Reynsla bandaríkjamanna hefur verið hræðileg, sérstaklega vegna þess að einkaleyfi eru gefin á gen og ef þau af slysni finnast í ótengdum plöntum verða þær einnig eign einkaleyfishafa.

Vonandi fer þetta allt vel, en svona róttæk afskipti af náttúrunni skapa oft vandamál.


mbl.is Leyfi veitt til ræktunar á erfðabreyttu byggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur á Upplýsingagjöf.

Thad er hálf óraunverulegt ad vera sífellt ad blogga um ad upplýsingar vanti um thennan samning. Fyrst búid er ad skrifa undir samninginn og kynna hann sem tilbúinn, ætti ekki ad vera nein thörf fyrir ad halda honum leyndum?

Vonandi nær thessi hópur ad vekja stjórnvöld. Framsókn og Borgarahreyfingunni hafa ekki tekist thad enn. Ætli Sigmundur sé enn virkur í Indefence hópnum? Hann er náttúrulega ennthá med sama málflutning en bara kominn med betra rædupúlt núna...


mbl.is InDefence boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð áskorun!

Fáir bloggarar ætla að vera málefnalegir vegna þessara tillagna. Mér langar að kryfja aðeins þessa áskorun.

1. Ekkert hefur komið fram varðandi Icesave samninginn sem réttlætir stuðning við hann. Aðallega vegna þeirrar leyndar sem hvílir á helstu lykilstærðum varðandi umfang vandans.

2. Þjóðin á að fá að kjósa um samninginn. Enda þarf milliliðalaust umboð frá skuldara til að taka á sig jafnstóra skuld og þessa.

3. Tryggja á að auðlindir þjóðarinnar séu eign hennar og geti þannig ekki orðið að eignum kröfuhafa.

4. Þjóðinni vantar meiri upplýsingar og haldbærar aðgerðir til að koma okkur útúr þessum vanda.

Spurning hvort fólk getur verið mótfallið þessu og af hverju?


mbl.is Miðstjórn Framsóknar: Þingmenn styðji ekki Icesave samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, http://www.althingi.is/altext/137/s/0070.html. 

Frumvarpið leggur meðal annars til að hámarkshækkun vísitölu neysluverðs verði bundin við 4% (í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans) á ársgrundvelli.

Þetta kalla ég skjald/tjaldborg um heimilin sem vit er í.

Það er vandséð hvernig hægt er að vera á móti þessu frumvarpi, fólk virðist þó alltaf finna leiðir. Sérstaklega þar sem þetta gengur á hagsmuni kröfuhafa.

Ríkisstjórnin hefur verið dugleg að passa uppá þá, á kostnað almennings.


mbl.is Tjaldborg heimilanna reist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gripinn í lyginni

Lygar fyrrverandi fjármálaráðherra eru afar vandræðalegar.

Hann hefur annaðhvort:

Ákveðið að ljúga að þjóðinni um hlut sinn í þessu samkomulagi.

Eða

Ákveðið að honum sé nákvæmlega sama um þetta Icesave dæmi og alveg sama um framtíð þjóðarinnar, flokkurinn skipti öllu máli.

Hann verður að viðurkenna mistök sín og skort á siðferði.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/09/var_undir_forystu_utanrikisraduneytisins/


mbl.is Tilkynntu um lausn í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haha nei... hér eru smá staðreyndir

Vanalega eru um 90% af notendum internetsins og þeirrar þjónustu sem það er boðið uppá Passívir, þeir taka við efni en miðla því ekki sjálfir. Þessi prósentutala er mismunandi eftir svæðum og umræðuefni.

Þetta sýna rannsóknir um notkun umræðusíðna.

Sjá nánar í: Nonnecke, B., & Preece, J. (2000). Lurker demographics: Counting the silent, Proceedings of the SIGCHI conference on Human factors in computing systems. The Hague, The Netherlands: ACM Press. p73-80.

http://en.wikipedia.org/wiki/Lurker.

Þannig að það eru alltaf ákveðnir aðilar sem taka þátt í umræðunni og ákveðnir sem hlusta. Þannig er þetta líka í samfélaginu, takið eftir næsta pólítíska fundi sem þið farið á, hversu margir spyrja spurninga?


mbl.is Er Twitter-bólan sprungin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við það

Lygar ríkisstjórnarinnar eru afar vandræðalegar.

Þeir hafa annaðhvort:

Trúað því sem mótaðilinn sagði "Þið eruð búin að skrifa undir þetta hérna!" og ekki viljað tala við þá sem gerðu minnisblaðið fyrir íslands hönd.

Eða

Ákveðið að þeim sé nákvæmlega sama um þetta Icesave dæmi og alveg sama um framtíð þjóðarinnar.

Því fyrr sem menn viðurkenna mistök sín og skort á samningstækni því fyrr getur samfélagið aftur orðið stolt.


mbl.is Var undir forystu utanríkisráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör Tímasóun

Ef fíkniefni væru ekki ólögleg gæti lögreglan barist gegn alvöru glæpum. Það er tímasóun að elta uppi fíkniefnasala, neytendur og dreifingaraðila. Á meðan fólk vill nota fíkniefni verður starfssemi fíkniefnalögreglunnar alltaf eins og hundur að elta skottið á sér.

Hverjir græða á ólöglegri fíkniefnasölu???? Þetta eru billjónir dollara, evra punda og allra annarra gjaldmiðla á hverju einasta ári sem einhver fær í sinn vasa. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að fíkniefnagróði heimsins sé 50.000 milljarðar íslenska króna árlega (400 b$).

Ég fatta ekki af hverju fólk skilur ekki að aukin löggæsla virkar ekki!

Er fólk virkilega svona barnalegt? Kannski eru svo miklir hagsmunir í húfi að umræðan þroskast aldrei?

Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju fíkniefni þurfa að vera ólögleg? Það er vandræðalegt að segja að fíkniefni séu hættuleg, það vita það allir svo er líka stórhættulegt að éta þvottaefni en fáir gera það. Ég verð að fá að heyra í einhverjum sanntrúuðum, með góða og pottþétta útskýringu.


mbl.is Rannsakar umfangsmikið fíkniefnasmygl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kleinuát og kaffiþamb

Gott að einhver er að funda til að laga ástandið.

Spurning samt á hverju strandar milli þessara herramanna?

Mér virðist nefnilega að helst vanti IMF menn til að semja við, þeir ráða jú stýrivöxtunum sem virðist vera helsta vandamál samtaka atvinnulífs og launamanna.


mbl.is Viðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave klúður Björgólfsfeðga

Gott að menn hafa loksins fengið hugmynd að því hvernig eigi að lenda þessu Icesave klúðri Björgólfsfeðga.

Spurning hvort þetta verði að einhverju meira en hugmynd? Kannski endar þetta í lausn?

Þór Saari stendur sig prýðilega að fá fólk til að tjá sig um það sem er í gangi. Fleiri þingmenn mættu haga sér eins.

En varðandi þessa fyrirhugaðu hugmynd, þá verður forvitnilegt að lesa bækur sagnfræðinga um það sem gerist bak við tjöldin þessa dagana. Ætli það komi ekki út um jólin.

Ekki fáum við neinar upplýsingar frá fjölmiðlum, svo mikið er víst.


mbl.is Hugmyndir um lausn Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband