Herbergi þingsins
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Hvaða væl er þetta, herbergjum skal úthlutað til þeirra þingflokkanna eftir stærð. Annað er rugl.
Vonandi snúa menn sér að málefnunum hið snarasta og hætta þessari vitleysu.
Frábært hjá Birgittu að blogga um smámuni sem ræddir eru í þinginu, verður vonandi til þess að menn fara að ræða það sem skiptir máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tölfræði
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Hversu margar óskir um pólítískt hæli eru til meðferðar á landinu þessa stundina?
Af hverju gengur hægt að renna svona málum í gegnum kerfið og af hverju láta fjölmiðlar mann ekki vita af því?
Látum ekki undan þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég veit...
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Ég er brjálaður, það er enginn yfir 2 metrar að hæð í nýju ríkisstjórninni. Þetta er mismunum af hæstu stærðargráðu.
Ég vil að Svandís Svavars taki Árna Pál á háhest til að jafna þetta ójafnvægi.
Sem maður yfir 2 metrar get ég sagt með vissu að þetta ójafnræði hefur þegar valdið mér miklum vandræðum í daglegu amstri. Staðlar vegna dyrakamra er ekki nema sléttir 2 metrar og helstu húsgögn eru á tæpasta vaði með að vera passleg.
Hvað ætli Svandís geri fyrir mig? Hún fer varla að mismuna fólki?
Karl stendur upp fyrir konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enn einum botninum náð
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Það versta mögulega afstaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skemmtilegur listi en frekar þunnur
Mánudagur, 11. maí 2009
100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar
- Forsendur fjárlaga 2010 og áætlun í ríkisfjármálum til millilangs tíma afgreidd í ríkisstjórn.
- Er það ekki alltaf gert á þessum tíma?
- Skýrsla vegna áætlunar í ríkisfjármálum 2009 og áætlunar til millilangs tíma lögð fram á Alþingi.
- Ok. Hvað með að birta leyniskýrsluna í stað þess að búa til platskýrslu?
- Ákvörðun um eigendastefnu og eignarhald bankanna tekin í ríkisstjórn.
- Áður en samið verður við kröfuhafa um heildarskuldir bankanna?
- Endurmat á aðgerðaáætlun vegna skuldavanda heimilanna.
- Sífellt endurmat þarf á gagnslausum tillögum.
- Átak í kynningu og efldri þjónustu vegna greiðsluvandaúrræða fyrir heimili í skuldavanda.
- Það er flott, gott væri að fá hlutlausa umfjöllun.
- Þingsályktunartillaga vegna umsóknar Íslands um ESB lögð fram á Alþingi.
- Flott mál
- Endurskoðun hafin á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
- Ætti ekki að standa Fyrningarleið útfærð?
- Frumvarp um handfæraveiðar smábáta yfir sumartímann lagt fram á Alþingi.
- Flott
- Lokið skal mikilvægum samningum til lausnar vegna erlendra eigenda krónubréfa.
- Haha, þá vita mótaðilarnir það
- Lokavinna við samninga um erlendar kröfur Icesave.
- Flott
- Lokavinna við samninga um erlend lán við vinaþjóðir.
- Hvaða lán?
- Ná samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála.
- Ok
- Frumvarp lagt fram á Alþingi um aðgerðir gegn skattundanskotum.
- Flott
- Fyrsta úttekt AGS vegna efnahagsáætlunarinnar afgreidd í stjórn AGS.
- Hvað gerir ríkið í því ferli? Ákveðið að Ferguson ljúki leikmannakaupum fyrir næstu leiktíðJ
- Ákvörðun tekin um framtíðareignarhald nýju bankanna og mögulegt erlent eignarhald.
- Sama og 3
- Samkomulag milli nýju bankanna og kröfuhafa erlendu bankanna afgreitt.
- Sama og 3 og 15.
- Dregið úr gjaldeyrishöftum.
- Vonandi skilar það einhverju
- Frumvarp um persónukjör lagt fram á Alþingi.
- Glæsilegt
- Frumvarp lagt fram á Alþingi um ráðgefandi stjórnlagaþing sem kosið verði til samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010.
- Glæsilegt
- Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur lagt fram á Alþingi.
- Glæsilegt
- Endurskoðun á reglum um fjármál stjórnmálaflokka hafin.
- Glæsilegt
- Endurskoðun hafin á upplýsingalögum í því augnamiði að auka aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum stjórnarráðsins.
- Flott, opna alla gagnagrunna
- Frumvarp um eignaumsýslufélag lagt fram á Alþingi.
- Hmm
- Frumvarp um breytingu á lögum um sparisjóði lagt fram á Alþingi.
- Hvernig breytingu?
- Gripið til viðeigandi aðgerða til að lækka hæstu laun hjá ríkinu og félögum á þess vegum með það að leiðarljósi að enginn verði með hærri laun en forsætisráðherra.
- Flott mál
- Frumvarp um breytingar á stjórnarráði Íslands lagt fram á Alþingi.
- ?
- Frumvarp lagt fram á Alþingi um að breyta lögum um LÍN þannig að ekki verði lengur krafist ábyrgðarmanna.
- Tími til kominn
- Nýjar reglur um nefndarþóknanir, risnu og ferðakostnað samþykktar af ríkisstjórn.
- Hvernig verða þær öðruvísi?
- Ný yfirstjórn ráðin í Seðlabanka Íslands.
- Flott
- Lokið við efnahagsreikninga nýju bankanna og þeir endurfjármagnaðir.
- 3, 15 og 16 afar svipað
- Lokið við endurfjármögnun og skipulagningu sparisjóða sem óskað hafa eftir stofnfjárframlagi frá ríkinu.
- Flott mál
- Samráðsvettvangur ríkisstjórnar, sveitarfélaga, landbúnaðarins og aðila vinnumarkaðarins settur á fót.
- ok
- Byrjað verði að móta atvinnustefnu í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og háskólasamfélagsins. Meðal markmiða sé að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu landa heims árið 2020.
- Vonandi fá sem flestir að taka þátt í þessari mikilvægu vinnu, til að fyrirbyggja að þetta verði að engu.
- Viðræður hafnar við lífeyrissjóði og innlenda fjárfesta um að að koma að eflingu atvinnulífs með hinu opinbera.
- Ok...
- Tillögur að nýju almannatryggingakerfi lagðar fyrir ríkisstjórn.
- Flott mál
- Nýjar útlánareglur afgreiddar hjá LÍN.
- Flott
- Hafin vinna við mótun heildstæðrar orkustefnu. Stefnan miði m.a. að því að endurnýjanlegir orkgjafar leysi innflutta orku af hólmi.
- Vonandi þýðir þetta engir skattar á rafmagnsbíla
- Sett á fót tekjustofnanefnd sem hafi það hlutverk að vinna tillögu um breikkun og styrkingu tekjustofna sveitafélaga.
- Sveitarfélaga?
- Náttúruverndaráætlun til ársins 2013 lögð fram á Alþingi.
- Gott mál
- Ráðgefandi hópur útgerðarmanna og sjómanna um veiðiráðgjöf og nýtingu sjávarauðlinda og ástands lífríkis sjávar skipaður.
- Frekar einhliða hópur
- Vinna hafin við mótun sóknaráætlana fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar.
- Haha hvað þýðir það?
- Vinna hafin við mótun menningarstefnu til framtíðar í samráði við listamenn.
- Flott
- Efld úrræði Vinnumálastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar til að bregðast við atvinnuleysi.
- Flott
- Frumvarp um bætt umhverfi sprota og nýsköpunarfyrirtækja lagt fram á Alþingi.
- Flott
- Átak til að fjölga sumarstörfum og nýjum atvinnutækifærum fyrir ungt fólk.
- Semsagt snyrtilegir garðar og lítið rusl á næstunni
- Sparnaðarátak í ríkiskerfinu með þátttöku starfsmanna, stjórnenda og notenda þjónustunnar sett í gang.
- Flott
- Vinna hafin við gerð yfirlits um stöðu og þróun lykilstærða í samfélags- og efnahagsmálum þjóðarinnar og framtíðarvalkosti.
- Skýrsla? Atriði 22 myndi redda þessu sjálfkrafa. Ríkið þarf að gera helstu tölur aðgengilegar. Skýrslugerð er ekki erfitt mál í sjálfu sér ef maður hefur öll gögn.
- Stöður bankastjóra ríkisbankanna auglýstar lausar til umsóknar.
- Flott
100 daga áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara einn?
Laugardagur, 9. maí 2009
Þeir sem plönuðu og gáfu flugleyfi fyrir lágfluginu yfir borginni þurfa líka að segja af sér.
Annað væri undarlegt.
Ráðgjafi í Hvíta húsinu segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhlaup á Landsvirkjun
Laugardagur, 9. maí 2009
Ef fer fram sem horfir verður Landsvirkjun og allar þær virkjanir sem Landsvirkjun á komnar í hendur kröfuhafa innan 10 ára.
Þess vegna er afar mikilvægt að setja inn ákvæði í stjórnarskránna að allar auðlindir landsins séu eign Íslensku þjóðarinnar.
Neikvæðar horfur hjá Landsvirkjun að mati S&P | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gerum þetta
Laugardagur, 9. maí 2009
Íslendingar þurfa öfluga talsmenn erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert breyttist með yfirlýsingunni.
Laugardagur, 9. maí 2009
Frekar áhugavert að fylgjast með þessu máli.
Í gær var það sem strandaði á var yfirlýsing Breta um að "bresk stjórnvöld séu í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um hversu hratt Ísland greiði Icesave skuldirnar" tekið frá mbl.is í gær.
Í dag er sagt að:
#1. Breska fjármálaráðuneytið ber ábyrgð á Kaupthing Singer and Friedlander-bankanum. Sem kom yfirlýsingu Breta í gær ekkert við (samkvæmt því sem mbl.is sagði í gær).
#2. ...bretar segjast styðja við samkomulag íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Bretar vita greinilega meira um samkomulag IMF við Ísland en Íslendingar, því þeir vita um hvað samkomulagið er.
Hvernig væri að blaðamenn á Íslandi hættu að vera fáránlegir og framreiði almennilegar fréttir og greiningar sem einhverju skipta?
Ánægður með svör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaupfélagið að standa sig
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Vonandi gengur þetta eftir.
Af wikipedia, http://is.wikipedia.org/wiki/Koltrefjar.
"Koltrefjar eru framleiddar með því að umbreyta undanfara (pólýakrýlónítríli, rayoni eða biki) með því að hita hann, fyrst í um 300° í súrefni þannig að vetnistengin rofni og efnið oxist, og síðan í um 2000° í óvirku gasi eins og argoni til að láta það kristallast. Við réttar aðstæður myndar kolefnið þá mjóa grafítborða sem tvinnast saman og mynda rörlaga þráð. Efnið sem verður til er venjulega 93-95% kolefni."
Áhugi á koltrefjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)