haha - hvað breyttist?
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Þó svo sjávarútvegsfyrirtækin séu stórskuldug hefur engin meiriháttar breyting átt sér stað á þeirra högum frá kosningum. Þess vegna er undarlegt að stjórnarflokkarnir gangi á bak aftur orða sinna.
Sérstaklega þegar báðir stjórnarflokkarnir eru sammála og fengu meirihluta greiddra atkvæða í kosningunum.
Kvótakerfi ekki umbylt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...eða hvað?
Sunnudagur, 3. maí 2009
Vonandi reynist hann sannspár fræðingurinn.
Það er bara ekki nóg að kunna áróðursfræðin og hafa nægan aðgang að fjölmiðlum.
Það vantar gögn til að styðja við þessar fullyrðingar fræðingsins og maður á ekki að treysta fullyrðingum án sannanna.
Ef einhver fjölmiðillinn myndi nenna að draga saman smá tölfræði um stöðuna útúr öllu þessu fullyrðingaflóði, myndi ég jafnvel kaupa áskrift.
Flestir geta staðið í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alræði fáfræðinnar
Sunnudagur, 3. maí 2009
Það er ekkert sem bendir til þess að þessi svín séu hættuleg. Af hverju eru stjórnvöld að drepa öll svín landsins?
Þetta nær ekki nokkurri átt.
Átök í Kaíró vegna slátrunar svína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skjaldborg um kröfuhafa
Laugardagur, 2. maí 2009
Í þeirri stöðu sem við erum komin í nú þarf að endurmeta hið sérstaka viðskiptasamband skuldara og kröfuhafa.
Hingað til hafa allar reglur fallið kröfuhafa í vil, meiraðsegja hin bjargandi greiðsluaðlögun hefur í raun þau áhrif að lækka og lengja í afborgunum þannig að fæstum endist ævin til að eignast heimili sín. Kröfuhafar fá minna mánaðarlega en nær tvöfalt að endingu.
Röksemdin fyrir þessu hefur að mestu hvílt á eignarréttinum, hann sé heilagur. Kröfuhafar "eigi" í raun skuldina og því eigi þeir réttinn.
Með því að vernda kröfuhafann á kostnað skuldarans er trú manna að kröfuhafar láni meira út í kerfið, langtímaafleiðingin af þeirri stefnu er alþjóðlega lánabólan sem nú er sprunginn.
Nú er skammtímavöntun á lánsfé og því haldið fram að ekkert vit sé í öðru en að tryggja áframhaldandi lánveitingar. Leiðin sé að vernda kröfuhafa framtíðarinnar gagnvart öllum skakkaföllum. Aðrar tillögur eru álitnar marklausar af meirihluta fólks.
Aðstæður eru þannig að hærra hlutfall einstaklinga skulda meira en þeir eiga en nokkurntíma áður.
Til að kröfuhafar geti fengið alla kröfuna uppfyllta þarf að leggja útí aukinn kostnað við innheimtu, bæði beinan og óbeinan. Þennan kostnað væri auðveldlega hægt að nýta til að auka gæði lífs á landinu. Persónulega finnst mér að afskrifa ætti hluta skuldanna til tryggja það frekar en gæði lánasafna.
En hvaða lausnir standa okkur til boða? Hvað er hægt að gera? Af hverju þegja allir þunnu hljóði sem ráða þessum málum? Hvaða rök mæla gegn því að hætta að vernda kröfuhafa jafn hart og gert er?
Kosningum er lokið, endurnýjað umboð er komið í hendur fulltrúanna. Ég vonast eftir miklu strax og ný ríkisstjórn tekur við. En er samt búinn undir hið gagnstæða, því miður.
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
S og V fengu 49,7% kosningu
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Ef vel er að gáð sést að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta atkvæða á bak við sig.
En græða samt á kosningakerfinu og fá góðan þingmeirihluta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
49,7% stjórnin með þingmeirihluta
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Ef vel er að gáð sést að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta atkvæða á bak við sig.
Spurning hvort meirihlutinn verði styrktur með Framsókn, þá dettur þetta í 64% meirihluta.
Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Helgi er með þetta
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
S & VG lifa í bólu
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
...þar sem allt næsta ár fer í að rífast um ESB í stað þess að byggja upp nýja Ísland.
Ég kalla það ekki leið útúr ógöngunum að lengja í lánum með "greiðsluaðlögun" og festa okkur þannig endanlega í vítahring afborgana. Aðrar lausnir hafa verið vægast sagt vandræðalegar og fáum til gagns.
Gangi þeim vel að ganga í kringum grautinn þar til hann myglar, verst að ég þarf vafalaust að éta hann í framtíðinni.
Hugsum aðeins og setjum X við B.
VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helgi að standa sig
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Það er nauðsynlegt að taka til í lífeyrissjóðakerfinu.
Leyfa á fólki að hafa miklu meiri stjórn á sínum eigin fjárfestingum. Sjálfur ætla ég að stofna minn eigin lífeyrissjóð þegar ég hef aftur störf heima. Ef maður rekur bara eina fjárfestingastefnu þarf svo litla yfirbyggingu það gæti gengið. Þó að Frjálsi hafi alltaf séð vel um mig, það er ekki það.
Afhendir forsætisráðherra undirskriftarlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
VG minnkar
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Skemmtilegt að fylgið leki frá ómálefnalegu flokkunum, hann tekur fylgi sitt frá öllum stóru flokkunum. Frá Samfylkingunni, Frá SjálfsstæðisFLokknum og Frá VG, ásamt Frjálslyndum.
Þeir einu sem bæta sig eru O-listi, Framsókn og Ástþór að sjálfssögðu.
Hreyfingin er reyndar ekki mikil, nema Frá VG. Betur má ef duga skal.
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)