Á að vera sjálfssagt mál
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Ég veit ekki fyrir hvern þetta kerfi er á tannlækningnum en hún er ekki fyrir fólkið í landinu, þessu þarf að breyta hið snarasta.
Þetta er það sem Framsóknarflokkurinn hefur ályktað um að eigi að vera staðalbúnaður samfélagsins.
15 þúsund vilja ókeypis tannlækningar fyrir börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sundurliðun takk
Sunnudagur, 19. apríl 2009
Þetta er léleg frétt, upphæðinni slegið fram en án allra skýringa.
Það er eflaust hægt að hagræða þarna, en samt sé ég ekki eftir þessum pening. Kosningarnar eru mikilvægar.
Kosningar kosta 200 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þögn ríkissins vegna Icesave er ótrúleg
Sunnudagur, 19. apríl 2009
Hvaðan koma þessi 70% af innlánunum? Hver borgar þau?
Nú væri gott ef fjölmiðlar á íslandi hættu að vera birtingarmiðlar fyrir fréttatilkynningar og færu að spyrja spurninga fyrir þjóðfélagið.
Það er reyndar í takt við kosningataktík stjórnarflokkanna fyrir þessar kosnignar að þegja allt í hel frammyfir næstu helgi.
Óvænt fé í íslenskum banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skrípaleikur Sjálfsstæðisflokks
Föstudagur, 17. apríl 2009
Harðar deilur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vesen
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Ástþór verður brjálaður.
Það þarf að einfalda þessar framboðsreglur, það er ekki fyrir venjulegan mann að standa í þessu.
Kjörstjórn klofnaði í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stuð og gaman - suð og saman
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Gott að Samfylkingunni líður vel, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu.
Ég veit ekki alveg hvernig ESB á að leysa vandann, samfylkingin segir mér það allavega aldrei. Að sjálfssögðu bíð ég þess ekki að heyra frá henni varðandi nokkurn skapaðan hlut, það tæki mig ævina.
Helst hef ég heyrt frá Samfylkingunni að traust kröfuhafa á ESB sé svo mikið að þeir leyfi endurfjármögnun sjálfkrafa ef við erum meðlimir, eða mögulega væntanlegir meðlimir öllu heldur. Það er áhugavert, hvað ætli viðskiptafræðin segi við því?
Svo fáum við Evru, reyndar eftir dúk og disk þegar við uppfyllum skilyrðin. Ungverjar sem áttu að fá Evru um áramótin var neitað um hana vegna lélagrar efnahagsstöðu svo það er ekki einsýnt með þessa Evru. En það skiptir víst ekki máli þar sem trúin á að evran sé að koma er nóg, prófum að segja Ungverjum það!
Bankavesenið er það sama hér heima og erlendis, með þeim mikla mun að ríkið svaf meðan innlánsreikningar blésu út. Það gerðist ekki á sama hátt erlendis. Spurning hvort skrifborð í Brussel verði betra en nýráðinn embættismaður hér á landi við að vakta það framvegis?
Hvað verðum um kvótann í sjónum í ESB veit enginn fyrir víst, hvort sem hann heldur áfram að vera í eigu kvótakónga hér á landi eða skriffinna í Brussel. Skiptir mig persónulega engu máli, nema auðlindirnar verði færðar í þjóðareign.
Hvar nákvæmlega munurinn á EES og ESB liggur hef ég ekki lesið í þessu fréttaflóði af ESB slagnum, hef þurft að kafa annað til að fá þær einföldu upplýsingar. Það er kannski einhver þarna úti sem hefur tekið þetta saman á þægilegan hátt?
Tollarnir væru engir innan ESB en undir ESB komið hvernig þeir eru utan þess. Það ætti að lækka vöruverð? Ætti. Ef fákeppni hættir samhliða.
Flest annað er eins og verður óbreytt. (ofureinföldun hjálpar oft til við að fá umræðu:))
Húsfyllir á fundi Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ónotuð hús
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Af hverju tekur hústökufólkið ekki yfir einhverja blokkina í Salahverfinu?
Væri æði að fá smá fjölbreyttni í mannlífið í úthverfin.
Hústökufólk beðið um að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Markaðsvæðingin
Laugardagur, 11. apríl 2009
Ef þú auglýsir ekki, veit enginn hver þú ert. Þetta er kennt í skólum útum allan heim og endurtekið í síbylju fjölmiðla og daglegrar umræðu.
Ekki skrýtið að félagsskapur sem framleiðir ekkert en verður að vera þekktur tapi peningum í þessu umhverfi.
Kjósendur styrkja svo þessa hegðun, ella væri ekki auglýst.
Greinilega þarf að útbúa nýjar og vitrænni reglur utan um þennan nýja heim okkar.
Verst að bestu hugsuðir þessa heims eru svo illa kynntir að fólk veit eiginlega ekki hverjir þeir eru og mun vafalaust ekki treysta þeim til stórra verka.
Flokkarnir skulda hálfan milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Davíðstrikkið
Föstudagur, 10. apríl 2009
Þorgerður tekur Davíð á þetta, þegar eitthvað bjátar á er andstæðingurinn sakaður um eitthvað til að færa athyglina til.
Já, það er greinilega sárt þegar sannleikurinn kemur fram. Búið að afhjúpa Sjálfsstæðisflokkinn og í stað þess að gera upp þessa rotnu fortíð er byrjað að bíta frá sér.
Fólk með svona viðbrögð á skilið langa hvíld frá völdum.
Hvítþvegin bleyjubörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Opna á allt bókhald eins langt og gögn ná
Föstudagur, 10. apríl 2009
Leynd yfir fjármálum stjórnmálaflokka er meinsemd í ríkinu. Það á að skýra frá öllum tekjum og öllum gjöldum þeirra eins langt og gögn eru til um það. Fjölmiðlavinnslan krefst þess reyndar að fréttum sé skammtað til að tryggja hámarks áhorf. En þessi leikur verður vonandi ekki til þess að, þegar fólk hættir að nenna að hlusta á þessar fréttir, hætti þær að berast og við missum af einhverju mikilvægu.
Það þarf líka að kanna dótturfélög flokkanna, oft tengd einstaka framboðum og aðildarfélögum, því eins og við höfum lært hjá góðærisfyrirtækjunum geta þau leynt ýmsu.
Röksemdin um að ekki eigi að upplýsa um styrki því styrkveitandi hafi búist við leynd, er eiginlega svo rotin að ekki á að hlusta á hana. Því hún tekur afstöðu með þeim sem vilja hafa áhrif á stjórnmálaflokka án þess að fólkið uppgötvi það. Að sjálfssögðu getur líka verið að fólk vilji ekki styggja viðskiptavini með því að gefa upp stjórnmálaskoðun eigenda, en sú ástæða er svo léttvæg í þessu árferði hún á ekki við.
Landsbankinn veitti 2 styrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)