Skjaldborg um kröfuhafa

Í þeirri stöðu sem við erum komin í nú þarf að endurmeta hið sérstaka viðskiptasamband skuldara og kröfuhafa.

Hingað til hafa allar reglur fallið kröfuhafa í vil, meiraðsegja hin bjargandi greiðsluaðlögun hefur í raun þau áhrif að lækka og lengja í afborgunum þannig að fæstum endist ævin til að eignast heimili sín. Kröfuhafar fá minna mánaðarlega en nær tvöfalt að endingu.

Röksemdin fyrir þessu hefur að mestu hvílt á eignarréttinum, hann sé heilagur. Kröfuhafar "eigi" í raun skuldina og því eigi þeir réttinn.

Með því að vernda kröfuhafann á kostnað skuldarans er trú manna að kröfuhafar láni meira út í kerfið, langtímaafleiðingin af þeirri stefnu er alþjóðlega lánabólan sem nú er sprunginn.

Nú er skammtímavöntun á lánsfé og því haldið fram að ekkert vit sé í öðru en að tryggja áframhaldandi lánveitingar. Leiðin sé að vernda kröfuhafa framtíðarinnar gagnvart öllum skakkaföllum. Aðrar tillögur eru álitnar marklausar af meirihluta fólks.

Aðstæður eru þannig að hærra hlutfall einstaklinga skulda meira en þeir eiga en nokkurntíma áður.

Til að kröfuhafar geti fengið alla kröfuna uppfyllta þarf að leggja útí aukinn kostnað við innheimtu, bæði beinan og óbeinan. Þennan kostnað væri auðveldlega hægt að nýta til að auka gæði lífs á landinu. Persónulega finnst mér að afskrifa ætti hluta skuldanna til tryggja það frekar en gæði lánasafna.

En hvaða lausnir standa okkur til boða? Hvað er hægt að gera? Af hverju þegja allir þunnu hljóði sem ráða þessum málum? Hvaða rök mæla gegn því að hætta að vernda kröfuhafa jafn hart og gert er?

Kosningum er lokið, endurnýjað umboð er komið í hendur fulltrúanna. Ég vonast eftir miklu strax og ný ríkisstjórn tekur við. En er samt búinn undir hið gagnstæða, því miður.


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband