Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

RUGL

Hefur Valdsstjórnin ekkert betra að gera en að loka sprotafyrirtækjum?

Hvernig væri að einbeita sér frekar að ofbeldisglæpum, kynferðisglæpum og síðast en ekki síst efnahagsglæpum.

Hver ákvað eiginlega þessa forgangsröðunin? Af hverju er ekki dómsmálaráðherra spurður útí þetta í stað þess að birta montfréttir lögreglunnar sífellt og endalaust.

Fjölmiðlar ættu frekar að birta fréttir af glæpum þar sem finnast einhver fórnarlömb.

Tek undir með Indriða í fóstbræðrum: "Ég er alveg að verða brjálaður".


mbl.is Stórfelld kannabisræktun stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fellum niður allan skatt á rafmagnsbíla

Þannig losnum við hraðar við kaup á olíu fyrir bílaflotann.

Þetta er no-brainer


mbl.is Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi frétt

Strangt tiltekið vex skórinn ekki, það er bara skipt um innlegg. Innlegg með púða fremst meðan fæturnir ná ekki það langt.

Góð "Nýjustu tækni og vísindifrétt" samt.


mbl.is Skórnir vaxa með börnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnan brást, ekki fólkið

Þegar menn eru vanir að dansa á línunni, eins og STEFNAN mælir með ["hagnaður er eini tilgangur fyrirtækja"], er erfitt að stíga ekki yfir hana annað slagið. Raunar afar eðlilegt að menn missi stjórn á sínum innri krafti þegar freistingarnar eru svona miklar. Hugmyndafræðin er klárlega rotin.

Það þarf lítið annað en að kanna rannsóknir á félagsfræði til að átta sig á þessu.

Hér er skemmtilegt myndbrot af helstu "réttlætingar" klappstýrunni, rétt fyrir hrun.

Kattaþvottur um að stefnan hafi verið góð kallast LYGI, allt annað er spuni sem þarf að varast.


mbl.is Fólkið brást, ekki stefnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF styður alltaf ríkjandi yfirvöld! Úff

Þá vitum við það, IMF styður alltaf ríkjandi yfirvöld.

Alls ekki gott fyrir málefnalega umræðu.

Ef við eigum að finna leið útúr þessum ógöngum sem við erum komin í er það versta sem til er að banna málefnanlega umræðu, eins og nú er að gerast. Ég vona að Sigmundur haldi þessu máli til streitu og hagfræðingar hætti að eitra umræðuna með útúrsnúningum og kafi frekar fræðilega ofan í málefnin.


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonast til að Auðmaður kaupi?????

Hvaða græðgi er þetta í finnsku fjölskyldunni, af hverju gefa þau ekki bara Vetrarhöllinni dótið milliliðalaust? Gætu fengið aðgang í safnið ævilangt:)

Af hverju þurfa þau fyrst að fá glás að seðlum frá auðmanni, sem á svo að gefa nýkeypt húsgögn.

Er ekki komið nóg af auðmannadýrkun? Við þurfum að átta okkur á því að auðmenn eru ekki nauðsynlegur partur af samfélögum manna.


mbl.is Sátu á stólum keisarans í tugi ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta þarf að afturkalla

Hættum að byggja ofan í Elliðaárnar.

Ætti að vera augljóst mál.


mbl.is Mótmæla hesthúsum við Elliðaár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er Einar Mar Þórðarson?

Af hverju er hann alltaf í fréttum þegar eitthvað gerist í stjórnmálunum? Er hann virkilega svona fróður og vel tengdur, betri en allir aðrir?

Eitt af því sem Góðærisdrambið hefði átt að kenna fjölmiðlafólki er að fjölbreyttni í fréttaflutningi er af hinu góða. Það að tala við fleiri frekar en færri skilar betri fréttum

Einar Mar er örugglega vænsti piltur, hann er samt bara einn maður.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er ekki sama?

Elítan á Íslandi er búin að kúka uppá bak, ESB klíkan hefur enn smá glans. Að sjálfssögðu segir fólk í könnunum það vilji það frekar.

Umræðan um hvort við eigum að taka þetta eina skref eða ekki skiptir litlu í þeirri stöðu sem við erum í núna.

1. IMF lánið er notað til að borga fyrir LYGA gengi Seðlabankans.

2. Lífeyrissjóðirnir eru verðlausir og stjórnendur þeirra LJÚGA til um stöðuna.

3. Ríkisbankarnir innkalla lán á almenning og fyrirtæki í landinu án þess að vilji sé fyrir því hjá Ríkinu.

En í staðin fyrir að ræða þetta hanga menn í sama ruglinu að rýna í skoðanakannanir, ég átti von á meiru frá blaðamönnum.


mbl.is Flestir vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönnunarbyrgði

Það er áhugaverð spurning hvort snúa eigi sönnunarbyrgði við í efnahagsbrotamálum stórfyrirtækja. Sérstaka í ljósi þess sem Joly segir að hún hafi ein staðið á móti 60 lögmönnum sakbornings í einu málinu.

Það þarf þó að finna einhverja formlega skilgreiningu á því hvenær ríkið er sterkara en sakborningur. Ríkið er t.d. sterkari en einyrki en stórfyrirtæki en sterkara en ríkið.

Hvar mörkin liggja er erfitt að ákveða lögformlega, það þarf þó að ákveða, til að koma í veg fyrir hrun eins og við stöndum frammi fyrir núna.


mbl.is Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband