Vonast til að Auðmaður kaupi?????

Hvaða græðgi er þetta í finnsku fjölskyldunni, af hverju gefa þau ekki bara Vetrarhöllinni dótið milliliðalaust? Gætu fengið aðgang í safnið ævilangt:)

Af hverju þurfa þau fyrst að fá glás að seðlum frá auðmanni, sem á svo að gefa nýkeypt húsgögn.

Er ekki komið nóg af auðmannadýrkun? Við þurfum að átta okkur á því að auðmenn eru ekki nauðsynlegur partur af samfélögum manna.


mbl.is Sátu á stólum keisarans í tugi ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ef þú myndir uppgötva allt í einu að þú ættir mjög verðmætan hlut inn á þínu heimili, myndir þú þá gefa hann einhverju safni, frekar en að koma honum í verð? Eða ætlast þú bara til þess að aðrir hugsi þannig?

Aðalsteinn Bjarnason, 13.3.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Ég myndi ekki reikna með og/eða búast við að auðmaður myndi kaupa gripinn af mér til að gefa svo áfram. Frekar að safn myndi kaupa hlutinn á sanngjörnu verði, milliliðalaust.

Auðmenn ættu ekki að skipa neinn sess í svona málum. Stundum taka þeir hins vegar frumkvæðið vegna sjálfsstæðis síns, eins og dæmið um Kínverjann sem bauð hæst í kínverskan dýrgrip sýnir. Það á hins vegar ekki að verða til þess að auðmenn verði lausnin, heldur ættu opinberar stofnanir að vakna til lífsins og sinna endurheimtingu dýrgripa betur.

Jón Finnbogason, 13.3.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband