Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Stefnan hrundi, ekki fólkið

Óhreint mjöl er ekki í pokahorninu heldur í stórri hrúgu á miðju gólfinu. Það segir manni að ruglið var orðið of stórt til að svo einstaka aðilar hafi úrslitaáhrif þar um.

Ekki misskilja, lögbrot er lögbrot en þegar menn eru vanir að dansa á línunni, eins og STEFNAN mælir með, er erfitt að stíga ekki yfir hana annað slagið. Raunar afar eðlilegt að menn missi stjórn á sínum innri krafti þegar freistingarnar eru svona miklar. Hugmyndafræðin er klárlega rotin.

Það þarf lítið annað en að kanna rannsóknir á félagsfræði til að átta sig á þessu.

Setti inn skemmtilegt myndbrot af helstu "réttlætingar" klappstýrunni, rétt fyrir hrun.

Kattaþvottur um að stefnan hafi verið góð þarf að nefnast LYGI, allt annað er spuni.


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesen að lausnin sé hundsuð

Þetta ástand er fáránlegt, skotbardagar hér skotbardagar þar. Bý á Nörrebro og er því í hringiðu ástandsins.

Þar sem barist er um yfirráð yfir fíkniefnasölunni liggur beinast við að ríkið fari sjálft að selja þetta og taki þannig framfyrir hendurnar á þessum gengjum.

Að fjölga lögreglumönnum og lengja í fangelsistíma skilar litlu, hefur verið prófað aftur og aftur án tilætlaðs árangurs. Á meðan gengin geta hagnast munu þau berjast.


mbl.is Ætla að tvöfalda refsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband