Færsluflokkur: Bloggar

Tala saman...

Það var frétt af þessu máli fyrir ekki svo löngu síðan. Þar sagði einn forstjóranna eða deildarstjóranna í Landsspítalanum að hún hefði undir höndum tölvupóst sem sannaði að hjúkrunarfræðingar hafi haft nægan tíma til að átta sig á breyttu vaktafyrirkomulagi.

Ég man þegar ég las það þá hugsaði ég að samskipti milli yfirmanna og undirmanna væru frekar léleg ef menn þyrftu að vísa í tölvupósta. Þetta er ekki lögfræðilegt vandamál heldur félagslegt.

Nú virðast menn vera farnir að tala saman og sýna smá lit. Næsta skref hjúkrunarfræðinga er væntanlega að draga uppsagnir til baka.

Svo þurfa að fara af stað raunhæfar viðræður innan fylkinga og svo milli aðila. Eins og í flestum öðrum vinnudeilum, munu aðilar finna milliveginn. Bara spurning hvenær.

hmm... nema það sé eitthvað sérstakt við þessa vinnudeilu. Kannski er þetta ekki eins og aðrar vinnudeilur, kannski er verið að fara ansi langt í að færa hjúkrunarfræðinga yfir í einkageirann. Kannski finnst fólki sér misboðið.

Ef svo er þá vantar algerlega fjölmiðlaumfjöllun, svo það getur varla verið... 


mbl.is Viðsemjendur undir feldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtækið er ekki rétt staðsett

Þegar bruninn var 2004 töluðu menn um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Það hefur greinilega gleymst.
mbl.is Hringrásarhaugur hættulega hár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sjaldgæft frímerki finnst við leit í bifreið"

Finnst nú að fyrirsögning hefði heldur mátt vera um fréttina, hraðaksturinn, frekar en frímerkið.
mbl.is Kannabisefni fannst við leit í bifreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verst að olíufélögin séu ekki í kauphöllinni

.
mbl.is Skeljungur hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

300 þús á mánuði til handa Fíkniefnaneytendum.

Væri ekki gáfulegra að skattleggja fíkniefnaviðskipti? Þá myndi þetta standa sjálft undir sér.

http://visir.is/article/20080428/FRETTIR01/680722637


Dísilrafstöð?

Af hverju kemur það mér ekki á óvart að við notum dísilolíu til að bora fyrir gufuafli?

Þjóðverjarnir eru sniðugir að nota landsnetið. Kannski eru þeir með þéttriðnara net en hér.

Ætli það sé dýrara fyrir Jarðboranir að tengja inná landsnetið með framlengingasnúru fyrir borunina en að keyra dísilrafstöð uppá afskekkta punktinn?


mbl.is Hekla Energy hálfnuð með fyrstu holuna í Bæjaralandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðislegt

Ferrari hefur þennan sigurneista
mbl.is Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búdapest er minnisvarði

og ein fallegasta borg í heimi
mbl.is Borgir eiga ekki að vera söfn eða minnisvarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímaeyðsla

Frekar ætti að einbeita sér að því að draga úr barnaklámi eða viðlíka glæpum.
mbl.is Fíkniefni fundust við húsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sovereign wealth fund

Það er alltaf gott að eiga pening.

Ég á eftir að sjá fyrir mér hvaðan peningurinn á að koma í þennan þjóðarsjóð. Við flytjum ekki út orku eins og Saudarnir eða Norðmenn gera. Í rauninni er viðskiptahalli.

Ein af leiðunum er að taka pening sem kemur af auðlindum landsins og setja í þennan sjóð, en þar sem hvorugur flokkanna var til í það á síðasta þingi þegar Framsókn viðraði hugmyndir um Auðlindasjóð, væri það talsverð breyting. 

Önnur leið er að setja útgjöld í þjóðarsjóðinn á fjárlög, hvetur Ríkið til gæta að útgjöldum. Heilbrigðisþjónustan myndi til að mynda þurfa að verða hagkvæmari fjárhagslega séð. 

Lífeyrissjóðirnir eru náttúrulega ansi stórir, en þeir eru partur af lífeyri einstaklinga svo það væri illgerlegt að þjóðnýta þá. 

Svo er alltaf hægt að hækka skatta, en þá veltir maður því fyrir sér hvort fólk sjálft geti ekki komið sér upp þessum sparnaði? Hagsmunir einstaklinga myndu þá ráða því hvort þeir myndu verja krónuna eða fjárfesta í öðru.

Það verður gaman að fylgjast með þessu máli þróast.


mbl.is Vilja skoða hugmynd um þjóðarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband