Sovereign wealth fund

Það er alltaf gott að eiga pening.

Ég á eftir að sjá fyrir mér hvaðan peningurinn á að koma í þennan þjóðarsjóð. Við flytjum ekki út orku eins og Saudarnir eða Norðmenn gera. Í rauninni er viðskiptahalli.

Ein af leiðunum er að taka pening sem kemur af auðlindum landsins og setja í þennan sjóð, en þar sem hvorugur flokkanna var til í það á síðasta þingi þegar Framsókn viðraði hugmyndir um Auðlindasjóð, væri það talsverð breyting. 

Önnur leið er að setja útgjöld í þjóðarsjóðinn á fjárlög, hvetur Ríkið til gæta að útgjöldum. Heilbrigðisþjónustan myndi til að mynda þurfa að verða hagkvæmari fjárhagslega séð. 

Lífeyrissjóðirnir eru náttúrulega ansi stórir, en þeir eru partur af lífeyri einstaklinga svo það væri illgerlegt að þjóðnýta þá. 

Svo er alltaf hægt að hækka skatta, en þá veltir maður því fyrir sér hvort fólk sjálft geti ekki komið sér upp þessum sparnaði? Hagsmunir einstaklinga myndu þá ráða því hvort þeir myndu verja krónuna eða fjárfesta í öðru.

Það verður gaman að fylgjast með þessu máli þróast.


mbl.is Vilja skoða hugmynd um þjóðarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband