Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Vetni á grillið í sumar

Það er hægt að fjárfesta í vetniskút til að tengja við gasgrillið hjá AGA.

Samkvæmt fagmanni sem ég ræddi við er lítið mál að nota vetni í stað jarðgas. Eina sem maður þarf að passa er að vetnið brennur hreinum bruna og því þarf að hafa auga með steikinni, því hún tekur helmingi styttri tíma.

Það verður áhugaverð tilraun framkvæmd í sumar, hvet alla til að prófa sjálfir.


mbl.is Olíuverð lækkar lítillega á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð kvikmyndahugmynd

Klámmyndaiðnaðurinn er vafalaust á fullu að byggja sett fyrir kvikmyndir sem eiga að gerast á suðurskautinu, "The South Pole" gæti hún heitið.  


mbl.is 16.500 smokkar áður en skammdegið skellur á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki betra að æfa viðbrögð við slysi?

Góð fyrirsögn.
mbl.is Stórslys æft í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpsamlegt athæfi

Fyrst og síðast eiga Kúrdar að fá að stofna sitt eigið þjóðríki, rétt eins og við sjálf gerðum.
mbl.is Samhæfðar aðgerðir gegn Kúrdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókstafstrúarmenn

Það væri ekki úr vegi að bindast sömu tryggðarböndum til að koma í veg fyrir hungursneiðir sem tollar sambandsins skapa víðsvegar um heim.

En kannski er það ekki jafn mikilvægt og hvalir sem ekki eru í útrýmingarhættu. 


mbl.is Hvetur ríki ESB til að sameinast gegn hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næst greiðir maður eftir kyni, trú og kynþætti

Flugfélög verða að virða lágmarksmannréttindi og ég vona að flugfélögum verði ekki kápan úr því klæðinu að rukka fyrir hvert kíló.

Fyrir mig til að mynda, ríflega 100 kg að þyngd með BMI stuðul uppá 24. Ég er settur í sama greiðsluflokk og jafnþungur maður með 33 í BMI stuðull. 


mbl.is Farmiðaverð eftir þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útflutningur er góður

Hvalkjöt er víst holl gæðavara. Ég væri til í að auka hlut hennar í mataræði mínu.
mbl.is Bandarísk stjórnvöld gagnrýna útflutning á hvalkjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er til í þetta

Svissaðar hunangsflugur og hunangsristaðar silfurskottur.

Snöggsteiktar köngulær í ólifíuolíu.

Djúpsteiktar járnsmiðir.

Súrsaðir marurar.

Lirfusúpa. 


mbl.is Ráðlagt að borða skordýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bindandi samningar í verslunarmiðstöðvum?

"Fjölmörg dæmi eru um að ungt fólk hafi gert bindandi samninga í verslunarmiðstöðvum, á vinnustöðum og jafnvel á kaffihúsum".

Hvað er svona merkilegt við það?

Þar sem við getum öll verið sammála um að nauðsynlegt sé að vera með viðbótarlífeyrissparnað, ætti ekki að skipta máli hvar þú gengur frá þessu. Það er án efa hagræði í því að þurfa ekki að teygja sig eftir þessara nauðsynjavöru. Sjálfur var ég afgreiddur á þennan hátt með minn sparnað, sé ekki eftir því.

Sölumaðurinn sem seldi mér minn sparnað sagði að ef mig langaði að hætta við ætti ég að hafa samband við hann beint og hann myndi rifta samningnum. Vinur minn sem var með mér fékk einmitt bakþanka og hætti við, hann á engan sjóð í viðbótarsparnaði í dag.


mbl.is Brugðist við tilmælum Neytendasamtakanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga menn ekki deyfibyssur?

Þetta var nú óþarfi, þessi dýr eru í útrýmingarhættu.
mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband