Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Kristófer Jónsson sem formann VR
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Svo þarf að snúa sér að hinum verkelýðsfélögunum og lífeyrissjóðunum með sömu aðferðum.
Þannig byrja hjólin að snúast í breytingarferlinu, ekkert mun koma frá Alþingi eins og staðan er.
Kristóferar landsins, látið í ykkur heyra.
![]() |
Krefjast almenns félagsfundar í VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nei
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Þetta er nú mesta rugl sem ég hef heyrt. Á maður að treysta stjórnvöldum meira eftir síðustu gusuna?
Nei, það er einfaldlega ekki rökrétt.
Frekar ættu sveitarstjórnir að bjóða fólki uppá að velja í hvað skattar þeirra færu í. Við höfum næga tækni til að henda upp læstu heimasvæði þar sem fólk getur skipt sköttunum sínum á milli málaflokka. Þannig næðist fram áður óþekkt hagræðing.
![]() |
Þyngri álögur á íbúa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.11.2008 kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenær ætli Lín tilkynni þessa breytingu?
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Finn engar upplýsingar um þetta á lin.is en þetta hefur væntanlega bara verið að gerast?
Breytt staða fyrir mig, 23% hærri námslán og tekjutenging komin í 5%. Þannig að í staðin fyrir 69.660 dkk á ári fer ég í 85.681 dkk á ári.
![]() |
Stúdentaráð fagnar aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óákveðnir eru ??%
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
![]() |
Samfylking með langmest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heykvíslafólk í ríkisstjórn?
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Er lægð yfir landinu, hvaða máli skiptir þessi pappakassi? Hvað græðum við á því að fá annað verkfæri í Seðlabankann? Ég geri ráð fyrir því að seðlabankinn geri einungis það sem meirihluti er fyrir í ríkisstjórninni, ella væri rétt að kæra landráð.
Þessi bókun gerir lítið nema í mesta lagi færa athyglina frá samning ríkisstjórnarinnar við IMF og hvað felst í honum. Ásamt öðrum aðgerðum ríkisins sem við ættum að vera að ræða um.
Jóhannes Björn Lúðvíksson á http://vald.org segir þetta best.
"Það er fyrir löngu kominn tími til að íslenskir pólitíkusar, þessir svokölluðu fulltrúar fólksins, hætti að komast upp með að fara með milliríkjasamninga eins og einkamál. Þetta eru hagsmunir fólksins og það er verið að semja um sameign þjóðarinnar. Birtið strax alla skilmála samningsins við IMF. Birtið líka í leiðinni á hvaða verði íslenska þjóðin er að selja orku til erlendra fyrirtækja. Þetta er ekki ykkar einkamál.
Fyrir mörgum árum greindi Elías Davíðsson frá leynisamningi sem Ísland gerði við IMF í kringum 1960. Ísland fékk lán en lofaði að fella gengið um 100% (gert í tveimur áföngum) og e.t.v. var þetta byrjun stóriðjunnar. Kannski væri hægt að sjá þetta plagg áður en það verður fimmtugt."
![]() |
Samfylking afneitar Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)