Heykvíslafólk í ríkisstjórn?

Er lægð yfir landinu, hvaða máli skiptir þessi pappakassi? Hvað græðum við á því að fá annað verkfæri í Seðlabankann? Ég geri ráð fyrir því að seðlabankinn geri einungis það sem meirihluti er fyrir í ríkisstjórninni, ella væri rétt að kæra landráð. 

Þessi bókun gerir lítið nema í mesta lagi færa athyglina frá samning ríkisstjórnarinnar við IMF og hvað felst í honum. Ásamt öðrum aðgerðum ríkisins sem við ættum að vera að ræða um.

Jóhannes Björn Lúðvíksson á http://vald.org segir þetta best.

"Það er fyrir löngu kominn tími til að íslenskir pólitíkusar, þessir svokölluðu fulltrúar fólksins, hætti að komast upp með að fara með milliríkjasamninga eins og einkamál. Þetta eru hagsmunir fólksins og það er verið að semja um sameign þjóðarinnar. Birtið strax alla skilmála samningsins við IMF. Birtið líka í leiðinni á hvaða verði íslenska þjóðin er að selja orku til erlendra fyrirtækja. Þetta er ekki ykkar einkamál.

Fyrir mörgum árum greindi Elías Davíðsson frá leynisamningi sem Ísland gerði við IMF í kringum 1960. Ísland fékk lán en lofaði að fella gengið um 100% (gert í tveimur áföngum) og e.t.v. var þetta byrjun stóriðjunnar. Kannski væri hægt að sjá þetta plagg áður en það verður fimmtugt."


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ljóst að það þarf að taka til í íslenska kerfinu. Það er góð byrjun að taka Davíð út fyrir vegg. Það þarf síðan að snúa sér að því að athuga fjármála eftirlytið.

Jón 2.11.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Já, auðvitað á allur seðlabankinn að víkja og fjármálaeftirlitið í kjölfarið. Maður er bara búinn að missa trú á því að stjórnin hafi dug og þor í sér til að gera nokkurn skapaðan hlut varðandi stóru málin. Allir hjakka bara í smáatriðunum.

Jón Finnbogason, 2.11.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband