Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Svarthöfði hefur nú eitthvað með þetta að gera
Þriðjudagur, 18. desember 2007
Ætli við séum ekki bara að horfa á Star Wars sjálft, þeir notuðu svona tækni til að drepa og eyða lífi?
Vonandi nær góða hliðin á aflinu aftur yfirhöndinni áður en eitthvað kemur fyrir okkur.
Gríðarstórt svarthol sendir frá sér geisla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Schumacher er og verður alltaf heimsmeistarinn
Laugardagur, 15. desember 2007
Hef líka heyrt hann sé the Stig!
Schumacher sætir rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í skjóli reglugerða
Sunnudagur, 9. desember 2007
Það vantar vitsmunalega umræðu um stefnumótun á næsta skrefi Íslenska heilbrigðiskerfisins. Ég myndi ekki segja að það væri ekki vont að fara í áframhaldandi fjársvelti áður en fólk áttar sig á hvert stefnir. Það er vont þegar heilbrigðiskerfinu er breytt í skjóli reglugerða og fjárlaga án meðvitundar samfélagsins. Því við greiðum jú hluta af launum okkar einmitt til þess að viðhalda þessu öruggisneti.
En hvernig öryggisneti? Vegna þess við viljum halda úti samfélagi, vita allir viti bornir menn að heilbrigðiskerfið ætti ekki að líta út eins og í Bandaríkjunum. Einnig eru flestir sammála um að kostnaði sjúklinga verði að halda viðráðanlegum á hverjum tíma. Gæði þjónustunnar ætti að vera opinbert kappsmál stjórnenda, samanburður við önnur lönd væri því mælikvarðinn eins og í öðru. Hvernig stendur Íslenska heilbrigðiskerfið sig miðað við aðra? Eru ekki til einhverjar "PISA" mælingar á því?
Hvernig lýtur heilbrigðiskerfið okkar út í sögulegu samhengi, hvernig var til dæmis framlag ríkisins til heilbrigðiskerfisins og gæði þjónustunnar árið 1960 miðað við í dag? Hvernig hefur líðan starfsfólks verið undanfarna áratugi? Hvernig finnst læknum, sjúklingum, og peningavaldinu að heilbrigðiskerfið ætti að líta út?
VG: Einkavæðing heilsugæslu framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lokuð tilboð?
Laugardagur, 8. desember 2007
Af hverju þarf að halda trúnaði við þá sem bjóða í opinberar eignir? Þessar upplýsingar eiga að vera sjálfkrafa birtar án þess að nein sérstök umræða þurfi að fara fram. Vonandi verður það gert í framtíðinni, pínlegt að horfa uppá stjórnmálamenn ekki missa kúlið svona snögglega útaf jafn sjálfssögðum hlut.
En varðandi sölu ríkiseigna þá eru þau alltaf selt hæstbjóðanda, eða eins og Geir H. Haarde sagði sjálfur á Alþingi 2005 varðandi fyrirspurn um sölu ríkiseigna. http://www.althingi.is/raeda/131/rad20050202T122036.html. "Þau meginsjónarmið eru í örstuttu máli þau að í fyrsta lagi sé fyrir hendi lagaheimild til sölunnar [...] í þriðja lagi að hún sé auglýst til sölu á opinberum vettvangi þannig að allir eigi þess kost að bjóða í hana. Eignin er að því búnu seld hæstbjóðanda enda sé fram boðið verð yfir ásettu lágmarksverði."
Hvergi er talað um að trúnað þurfi að halda við þá sem buðu lægra.
Vill birta öll tilboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lögin um Þróunarfélagið fjalla ekkert um hugsanlega sölu.
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Þó þau hafi verið afgreidd mótatkvæðalaust.
Hvenær var ákvörðun tekin um að selja þessar fasteignir?
Fleiri störf en hjá varnarliði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tímanlega að verki staðið
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Gott að samningarnir voru lagðir fyrir í dag en ekki fyrir löngu þegar kaupin voru gerð. Það hefði kannski kallað á einhverjar spurningar.
Rúmlega 14 milljarða sala á eignum ríkisins ekki í útboð, hlýtur að vera stærsti einstaki einkavæðingar samningur ríkisins til þessa? Eins gott að farið var að öllum reglum:)
Fasteignasamningar kynntir á nefndarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meiri tími?
Miðvikudagur, 5. desember 2007
Hefur það verið aðal vandamál FL Group? Mikið væri gaman ef blaðamenn myndu skoða það.
Aðalfréttin í þessu máli finnst mér vera framsalið á helmingshlut FL í GGE til fyrrverandi forstjóra. Er GGE ekki statt á Orkumarkaðnum, umbreytingarmarkaði sem getur gefið mikið á næstunni?
Aðal klúðrið er AMR fjárfestingin, að fjárfesta í einhverjum sem vill ekki vaxa. Þýski bankinn er líka alltof stöðugur, miðað við banka.
Annars er ég frekar þolinmótt fjármagn með mína fáu hluti í FL Group. Þarf að taka þá út 2040 svo það er eins gott að menn standi sig þangað til.
FL Group mun gefa sér betri tíma til að skoða fjárfestingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Könnun um Tölvupóst
Miðvikudagur, 5. desember 2007
Já, greinilegt að fólk kýs í könnunum og örugglega öðru án þess að skoða nægilega vel í kringum sig.
Núna eru 33% af 6 = Tvær manneskjur sem vilja greiða 10 kr. í hvert skipti sem þær senda tölvupóst. Hvað er að?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Netnotkun í farsíma mun aldrei verða vinsæl, fyrr en hætt verður að rukka fyrir gagnamagn.
Mánudagur, 3. desember 2007
Eftir að ég keypti mér 3g síma hér í Danaveldi, var ég æstur að nota msn, hringja videosímtöl og netfréttir DR. En þegar ég fékk reikning uppá 1300 danskar hætti ég snarlega og hef ekki notað netið síðan, þetta bara var ekki þess virði.
Um leið og hægt verður að kaupa sér "internet í símann" fyrir fasta upphæð á mánuði, þá fyrst mun ég aftur fara á netið í farsímanum. Þegar Nova segja að "Myndsímtöl hjá Nova munu kosta það sama og önnur símtöl en greitt er fyrir netnotkun í símanum eftir gagnamagni, eins og er með netnotkun í tölvum." veit ég að ég verð að bíða enn um sinn til að farsíminn fái nýja function.
Hver myndi til dæmis borga fyrir hvern email sem hann myndi senda? Enginn.
Nova boðar breytta tíma – öll netnotkun í farsímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kröfur til lýðræðislegra kosninga?
Mánudagur, 3. desember 2007
Hvaða kröfur þurfa kosningar að uppfylla til að geta talist lýðræðislegar að mati ÖSE / http://www.osce.org/?
ÖSE: Kosningar í Rússlandi stóðust ekki kröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)