Lokuð tilboð?

Af hverju þarf að halda trúnaði við þá sem bjóða í opinberar eignir? Þessar upplýsingar eiga að vera sjálfkrafa birtar án þess að nein sérstök umræða þurfi að fara fram. Vonandi verður það gert í framtíðinni, pínlegt að horfa uppá stjórnmálamenn ekki missa kúlið svona snögglega útaf jafn sjálfssögðum hlut.

En varðandi sölu ríkiseigna þá eru þau alltaf selt hæstbjóðanda, eða eins og Geir H. Haarde sagði sjálfur á Alþingi 2005 varðandi fyrirspurn um sölu ríkiseigna. http://www.althingi.is/raeda/131/rad20050202T122036.html. "Þau meginsjónarmið eru í örstuttu máli þau að í fyrsta lagi sé fyrir hendi lagaheimild til sölunnar [...] í þriðja lagi að hún sé auglýst til sölu á opinberum vettvangi þannig að allir eigi þess kost að bjóða í hana. Eignin er að því búnu seld hæstbjóðanda enda sé fram boðið verð yfir ásettu lágmarksverði."

Hvergi er talað um að trúnað þurfi að halda við þá sem buðu lægra.


mbl.is Vill birta öll tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei, en stundum eru auglýst "lokuð útboð" og það er gert að öllum líkindum svo að allir sjái ekki hverjir eru að bjóða í. og þegar "lokuð útboð" eru auglýst þá má ekki birta tölur né aðrar upplýsingar um viðkomandi aðila sem leggja inn tilboð.

en fjölmiðlar geta aldrei varpað réttri mynd af neinu þessa dagana, heldur gera þeir allt sem í valdi þeirra stendur til þess að blása upp minnstu fréttir.

Jón Ingi 8.12.2007 kl. 19:48

2 identicon

Þessar eignir eru ekki til sölu fyrir þá sem bjóða hæsta verðið í eignirnar, reyndar voru þær seldar hæstbjóðanda eftir því sem ég hef frétt. En málið er að þarna er svæði sem á að þróa, svo skapist blómleg atvinnulíf fyrir m.a. þá sem misstu vinnuna við það að herinn fór. Þetta er allt í lögunum um þróunarfélagið, sem allir samþykktu á Alþingi. Í tilfelli þegar um er að ræða að menn verða að gefa upp atvinnu/viðskiptahugmyndir sínar með tilboðum í eignirnar, þá er það skiljanlegt að þeir vilja ekki gera það fyrir opnum tjöldum. Viðskiptahugmyndir geta verið gríðarlega verðmætar fyrir þann sem þær eiga. Annað mál er það með hvaða hætti ríkið fær eignirnar. Ríkið hefur fengið m.a. tekjuskatt þeirra sem eignirnar byggðu, hafa því fengið greitt vegna byggingu þeirra. Síðan þegar herinn fer þá afhendir hann eignirnar til ríkisins. Ríkið samþykkti síðan það, sem er skynsamlegt, að þróa svæðið, ekki selja hæstbjóðanda. Það er síðan málið, verið er að þróa svæðið, svo úr verði eitthvað jákvætt fyrir samfélagið sem býr á Vallarheiðinni.

Agnar Guðmundsson 8.12.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Kebblari

Rangt Álfhildur. Lokuð útboð þýðir að tilboðin eru trúnaðarmál og ekki öllum kunngjörð. Opin útboð eru oft gerð þannig úr garði að fáir geta boðið í. Ég held að í tilfelli þróunarfélagsins hafi ekki verið um að ræða formlegt útboð, hvorki lokað né opið, heldur hugmyndasamkeppni um hagkvæma nýtingu eigna. Ef að næst fyrir hreinsunarkostnaði þá er málið dautt. Mundu að ríkið greiddi ekki krónu fyrir þessar eignir, heldur fékk ríkið umráðarétt yfir eignunum og enginn gerði athugasemd við stofnun Þróunarfélagsins á sínum tíma.

Kebblari, 9.12.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband