Vandræðalegt Alþingi
Fimmtudagur, 21. maí 2009
Af nógu er að taka í skynsömum áríðandi málum sem hægt væri að ræða á Alþingi.
Af hverju festast menn alltaf í því að ræða minni og lélegri mál? Þetta er fáránleg staða.
Er ástæðan virkilega sú, eins og fræðin og spunameistarar halda fram, að stjórnmálamenn hræðast athyglina og vilja frekar sitja í skugganum, "láta hlutina þróast?" Er vænlegt fyrir stjórnmálamann að gera ekkert?
Kannski er eitthvað stórhuga á leiðinni frá ríkisstjórninni. Ég veit það ekki en málaskráin ætti að vera eitthvað á þessa leið.
Áríðandi málin
Krónubréfin, hver á þau og er hægt að breyta þeim í eitthvað skapandi?
Gjörgæsludeildir bankanna, setja reglur um upplýsingagjöf og ferla vegna sölu eigna úr deildunum.
Icesave, Auka upplýsingagjöf um stöðu mála og auka samvinnu Ríkisins/Alþingis við erlenda kröfuhafa.
Breyta stjórnarskránni þannig að Íslenska þjóðin sé skýr eigandi allra auðlinda. Það er nefnilega raunveruleg sú hætta að kröfuhafar Landsvirkjunar eignist virkjanir landsins á næstu misserum, tölurnar segja okkur það.
Stóru hægu málin
Hækka álögur á allar vörur sem auka kostnað samfélagsins og lækka þær á allar vörur sem minnka kostnað samfélagsins.
Fella niður skatt á öll farartæki sem nota innlenda orku.
Já, þetta er svona sem mér datt í hug þegar ég var að skrifa þessa færslu. Sjálfssagt er þetta "ekki hægt" af því eitthvað bull er einhvernveginn.
![]() |
„Átti ekki að ræða eitthvað allt annað?“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.