Ætluð fíkniefni?

Er ekki hægt að gera eitthvað uppbyggilegra við peninginn en að eyða honum í eltingaleik við fíkniefnasala?

Eins og til dæmis að lækka skatta á útflutningsfyrirtæki?


mbl.is Fíkniefnasali handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eyða peningum?  Hvernig er það eyðsla á peningum að handtaka ætlaðan fíkniefnasala?

Embætti lögreglunnar í Reykjavík er rekið með mjög svo takmörkuðum fjárframlögum úr ríkissjóð.  Lítið var handa embættinu 2008 og minnna virðist það verða 2009, svo ekki er bruðl þar á ferðinni.

Aldrei hafa verið færri lögreglumenn á almennum vöktum og rannsóknardeildirnar eru fáliðarar miðað við málafjölda sem þar liggur fyrir!

Byggjast rök þín á að það eigi að líta framhjá landslögum af hálfu framkvæmdavaldsins vegna núverandi ástands í samfélaginu?  Á að sama skapi að sinna bara útvöldum sjúklingum á sjúkrastofnunum?  Enginn yfir 70 á að fá aðstoð vegna þess að þeir séu komnir á háan aldur? Þar sem ekki er efnahagslegur grundvöllur að verja fé í að halda lífi í fólki sem er ekki líklegt til að skapa auð í samfélaginu?  Hvað með slökkvuliðið - á það að velta fyrir sér kostnaði við slökkvustarf í samræmi við brunabótamat fasteigna?

Ég bara spyr?

Bonez 31.10.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Góð spurning, og já ég held það sé kominn tími til að alþjóðasamfélagið endurforgangsraði baráttunni gegn fíkniefnum aftar á listann. Að sjálfssögðu þyrfti að breyta lögum samhliða, það er enginn að halda því fram að fíkniefnasalar stundi borgaralega óhlýðni.

Sérstaklega þarf að endurforgangsraða til að sinna t.d. öllum sjúklingum á sjúkrastofnunum og halda úti slökkviliðsstarfi. En eins og þú veist slekkur slökkvuliðið ekki bara elda í fasteignum, heldur bjargar líka lífum, svo það væri erfitt að tengja við brunabótamatið.

Jón Finnbogason, 31.10.2008 kl. 16:25

3 identicon

"Byggjast rök þín á að það eigi að líta framhjá landslögum af hálfu framkvæmdavaldsins vegna núverandi ástands í samfélaginu?"

Rökin byggjast oftast á því að þetta er handónýt löggjöf sem þarf að breyta.

Þetta er peningaeyðsla útaf því að þetta skilar engu góðu, og við erum öll að "sponsora" dópsalana og handrukkarana óbeint með þessari löggjöf. Frekar ættum við að ráðast beint gegn þeim með lögleiðingu og gera þá atvinnulausa.

Stebbi 1.11.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband