Fagmenn hætta er þeir klúðra.

Áhugavert mál. Lesley segir af sér vegna hluta sem gerðust á hennar vakt. Þó hún sjálf hafi ekki valdið þeim.

"Lesley Douglas, controller of BBC Radio 2, BBC 6 Music and of Popular Music, has tendered her resignation. "The events of the last two weeks happened on my watch. I believe it is right that I take responsibility for what has happened," her resignation letter reads." Beint af vef BBC, http://news.bbc.co.uk/2/hi/entertainment/7694989.stm

Manni hlýnar bara um hjartaræturnar að svona fagmenn séu til. Hún hefði getað staðið í sama harkinu og ráðamenn hér á landi standa í útaf stöðu landsins, en áleit að það myndi vera verra fyrir hana til lengri tíma litið. Því það er vel hægt að standa í harki útaf þessum ummælum, Noel Gallagher er til að mynda þegar byrjaður á því.


mbl.is Yfirmaður hjá BBC segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

1. Að taka ábyrgð er hvorugt þetta sem þú nefndir, heldur að taka á sig afleiðingar gjörða sinna. Þó maður ætli í rústabjörgun þegar maður hefur rústað öllu, er ekki kallað að taka ábyrgð heldur kallast það sektarkennd.

2. Já, það er auðvelt að flýja aðstæður þegar það hentar, varstu með e-ð atriði?

3. Þegar ráðamenn ætla að gera sitt til að vinna úr aðstæðum sem þeir sjálfir orsökuðu, lýsir það raunveruleikaflótta og brengluðu veruleikaskyni.

4. Já, ég sé kost í því að fólk sem hefur varað við ástandinu taki við og stjórni landinu.

5. Hvar var stjórnarandstaðan? Af því sem ég hef séð hefur hún verið að rífast við að ná upp athygli á vandamálinu. Ekki hjálpuðu Fjölmiðlar.

6. Stjórnarandstaðan er hætt að segja "þetta sögðum við" vegna þess hún veitt að ástandið er það eldfimt að það gæti farið með stjórnkerfið til helvítis.

7. Það er fólksins í landinu að ákveða hver á að stjórna.

8. Samfylkingin og öryggisráðið er fortíðin, ég er viss um að Samfylkingin nær að setja eitthvað fáránlegt á broddinn. Þeim hefur alltaf gengið vel með það.

9. Samfylkingin og r-lista breiðfylkingin er alls ekki svo slæmur kostur, góð tillaga.

10. F-listinn væri hörmung, best að gleyma þeim alveg.

11. Ólafur F. verður aldrei forsætisráðherra.

12. Davíð er einn af fjölmörgum starfsmönnum seðlabankans, það gustar mest um hann núna.

13. Já mótmæli fólks bera vott um reiði, þá er rökhugsun ekki efst á listanum. En það verður að byrja einhvernsstaðar.

Með von um svar:)

Jón Finnbogason, 31.10.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband