Færsluflokkur: Bloggar
Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn
Föstudagur, 5. desember 2008
"Ég kann allt
Ég get allt
Veit allt miklu betur en fúll á móti"
Jæja, Ísland að ná nýjum hæðum í fáránleikanum. Útbrunnir menn hanga í fjölmiðlum að rífast um hver munurinn sé á símtali og blaði, meðan landið brennur.
Það er ekki ykkar að segja hverjum þetta er að kenna. Hættið svo þessum látum og segið okkur frekar frá því hvernig björgunun gengur og hvað verið sé að gera.
![]() |
Man ekki eftir símtali við Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rafmagnsbílar?
Föstudagur, 5. desember 2008
Af hverju erum við ekki byrjuð að nota rafmagnsbíla?
Þeir eru til, hægt er að kaupa þá, hægt er að nota þá, umhverfisvænir og orkan innlend.
Það er reyndar ekki hægt að keyra hringinn í kringum landið á þeim í einum rykk, en maður á líka að flýta sér hægt.
![]() |
Olíuverð ekki lægra í fjögur ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fargaði Björgúlfur heilu upplagi bókar?
Þriðjudagur, 2. desember 2008
"Björgólfur var sjálfur einn af aðaleigendum Eddu útgáfu. Hann hlaut nokkrar ákúrur fyrir að láta farga upplagi af bók Guðmundar Magnússonar um Thorsara-ættina, en þar var fjallað um ástarsamband eiginkonu hans."
http://www.dv.is/frettir/2008/12/2/oskalisti-bjorgolfs-fyrir-jolin/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimild?
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Mér þætti eðlilegt ef sjóðirnir fengju sérstakt leyfi fyrir þessum fjárfestingum, frá sjóðfélögum. Kannski er valdaframsal til stjórna lífeyrissjóðanna í gildi í þessum ákvörðunum en persónulega finnst mér það afar hæpið.
Að sjálfssögðu þarf að nota það fjármagn sem til er til að reisa fyrirtækin i landinu við, en ekki ef það verður gert án heimildar eigenda fjármagnsins.
![]() |
Vilja endurreisa fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Siðanefnd þingsins, hvað er það?
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
![]() |
Upplýsir um stuðningsmenn sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á réttri leið
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Þarna er greinilega verið að hlusta á 10 ára reynslu fagfólks um hvernig sé best að berjast við fíkniefnadjöfulinn.
Gaman að sjá fagmennskuna komast inn í baráttuna við fíkniefni. Vonandi að lögguleikirnir hverfi á næstu áratugum með þessu áframhaldi.
![]() |
Kosið um kannabis og heróin í Sviss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Af hverju einkamál?
Laugardagur, 29. nóvember 2008
Milljarða fjárfestingar í bönkum með engum veðum geta ekki og mega ekki vera einkamál fjárfesta.
Lítum bara í kringum okkur ef okkur vantar ástæðu.
Ef þessi kaup segja manni eitthvað þá er það það að starfsmenn Glitnis voru í óðaönn að auka verðmæti hlutafjár. Glataðar fjárfestingar Jakobs eru ekki einsdæmi, fleiri fjárfestar með stærri og minni hluti glötuðu einnig öllu sínu í svipuðum aðgerðum.
Það sem frétt Morgunblaðsins sagði var ekki rangt, því starfsfólk gerir væntanlega það sem eigendur vilja. Ef eigendur vilja auka virði hlutafjár með aukningu á skuldsettum hlutafjárkaupum, er það gert. Sama til hverra þurfi að leita. Morgunblaðið blandaði bara saman of mörgum hlutum, þeir hefðu frekar átt að nota Stím sem dæmi um fórnarlömb/þáttakendur í svikamyllunni.
Galdurinn er semsagt að hugsa fyrir innan kassann og takmarka sig við eitt í einu.
![]() |
Yfirlýsing frá Stími |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsætisráðherra stjórnar þá engu!
Laugardagur, 29. nóvember 2008
1. Einungis persónur geta stjórnað ríkisvaldinu.
2. Persónur bera ábyrgð á sínum eigin gjörðum.
Ef þær persónur sem titlaðar eru sem stjórnendur ríkisins, stjórna ekki geta þær ekki borið ábyrgð. Hljómar vel hjá Geir, eflaust satt og rétt.
Þá er bara að svara upphaflegu spurningunni, hver stjórnar landinu?
![]() |
Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ron Paul
Laugardagur, 29. nóvember 2008
![]() |
Það sem Bush og Obama eiga sameiginlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Smá upplýsingar
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Gott að einhverjar upplýsingar eru byrjaðar að berast úr skilanefndunum.
Nú væri fróðlegt að sjá fréttir um hvað kunnugum finnst um þessar aðgerðir.
![]() |
Uppgjörið tekur nokkur ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)