Stjórnendur færðir til í starfi en aðrir reknir?

Í máli Huldu í fréttum sagði hún að stjórnendum hafi verið sagt upp en þeim yrði fundin önnur störf í öðrum deildum???

Spurning hvort sama muni gilda um lækna og hjúkrunarfólk, hef heyrt að það sé ekki raunin.

Slæmt að heilbrigðiskerfið setur stjórnendur ofar læknum og hjúkrunarfólki.


mbl.is LSH á að skera niður um 3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögleg skattsvik

Hvernig ætli maður eigi að nota skattaskjól?

Það væri forvitnilegt að kafa aðeins ofan í starfssemi sem eðlilegt þykir að sé starfrækt úr skattaskjólum.


mbl.is Skattaskjólin misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umbætur?

Hvernig ætli þeir vilji betrumbæta fjármálakerfið?

Það sem klikkaði í þetta skipti var að of miklir peningar voru lánaðir út og þeim svo sóað í vitleysu.

Ég stórefa betrumbæturnar verði til þess að lán hætti að flæða í skringilega neyslu.

Þess í stað mun endurbætt kerfi lengja endurgreiðslutímann af lánum, og stækka þannig hagkerfið enn meira. Ásamt því að fjölga eftirlitsaðilum sem henda reglulega þeim sem klúðra verst útúr kerfinu til að viðhalda traustinu.

Svona minn spádómur.

Þetta er ekki það sniðugasta sem hægt er að gera en verður held ég lendingin.


mbl.is Umbætur á fjármálakerfi brýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðið við mikla skuldastöðu

Alltaf var talað um að fyrirtæki ráði við mikla skuldastöðu, enda er 10% eignahlutur í fullkomnu samræmi við þá bindiskyldu sem við búum við. Ekkert gat klikkað því þetta var í samræmi við lög, þannig að þetta var allt Gordon Brown að kenna:)

Greinilegt að Baugur hefur verið vel skipulagður, allt byggt á sömu stefnu. Gott þegar fyrirtæki finna sér viðskiptamódel sem virka fyrir þau og halda sér við það út í gegn. Það eykur samkvæmnina og minnkar vafa varðandi stöðu fyrirtækisins.

Bara smá vandamál, ef viðskiptamódelið krefst þess að lánsfé sé alltaf aðgengilegt og hagkvæmt, verður maður að fylgjast með því sem gerist á helstu lánamörkuðum og haga síðan segli eftir vindum.

Baugur verður skemmtilegt viðfangsefni háskóla næstu áratugi, sem og önnur fyrirtæki útrásarvíkinganna. Sjálfur hef ég hug á því að athuga þau útfrá náminu mínu. Hver rannsóknarspurninginn verður á endanum er ekki ljóst á þessari tímasetningu. Ætli maður skoði ekki fyrst hverju var sleppt úr útreikningunum og af hverju ekki var gripið til aðgerða þegar séð var hvert stefndi. Hvar helst hafi verið tekin lán og hvernig fylgst var með baklandi þess lánsfjármagns. Hvaða útreikningar lágu að baki mögulegum tekjum af fjárfestingum. Einnig hvort alignment hafi verið milli helstu fyrirtækja í hegðun og uppbyggingu, með tilliti til einsleitis starfsmanna. Ásamt því að skoða tölfræðilega hvernig fjölmiðlar fluttu mismunandi fréttir af ástandinu, eftir eignarhaldi þeirra og stjórnmálaskoðun.

Já, ég þarf að setjast betur yfir þetta til að komast betur að kjarnanum. Allt snýst það hins vegar um aðgengi að upplýsingum og miðað við sögur af pappírstæturum er borin von að ég nái nokkurn tíma að rannsaka þetta.


mbl.is Eignir Baugs um 10% skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn banka strax

Við höfum ekkert að gera með þrjá.

Þess vegna væri vert að skoða það hvort heppilegt væri að starfrækja einungis einn ríkisbanka.

Kannski er einhver eitursnjöll ástæða fyrir þremur ríkisbönkum, en ég hef ekki rekist á hana. Það væri gaman að sjá staka ástæðu og helst fleiri, ef til eru.

Talsvert hagræði fengist á því að reka einn banka, minni yfirbygging og auðveldari stjórn ríkissins er sú helsta.

Varðandi nafn á nýja bankann þá finnst mér afar mikilvægt að taka hana sem lengst frá nafni landsins. Þannig að næst þegar bankarnir hrynja, (það er eðli banka að hrynja, það er ekkert á bak við banka nema traust sem sífellt er étið upp) þá verði það ekki tengt óhóflega við landið og þjóðina. Einnig þarf að banna allar nafngiftir á vörur sem geta varpað rýrð á landi og þjóð, þegar allt fer á versta veg. Icesave besta dæmið um það.


mbl.is Formenn bankaráða segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum ekki hvaða land sem er!

Við montum okkur af því að lögreglan beri ekki vopn, gerðum það allavega fyrir hrun. Sá tími þarf að koma aftur, ekki verða partur af fortíðinni.

Lögreglan er held ég orðin föst í þeirri skoðun að meiri tæki og tól tryggi betri almannafrið, mikill misskilningur að mínu mati. Það þarf ekki meira en fimm mínútna yfirlegu til að sjá að það stenst engan vegin.

Virðing valdhafa fyrir og traust til handa almenningi er nauðsynlegt til að tryggja almannafrið.


mbl.is Danskir bílar hluti af staðalútbúnaði lögreglumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endalausa

Mikið er ég orðinn þreyttur á þessu. Af hverju getur maðurinn ekki selt gamla fólkinu kannabis ef það langar í það?

Þegar Bannárunum lýkur munum við hlægja að þessu.


mbl.is Seldi kannabis með mjólkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barátta Sölumanna og bakvinnslufólks heldur áfram

Ætli Olli sé á bónus fyrir hvert adildarríki sem hann nælir í? Bakvinnslufólkid hugsar um afleidingarnar af stækkun.

Áhugavert ad fá ad fylgjast med deildunum deila:)


mbl.is Olli Rehn stendur fast á sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin samræmd próf?

Ég hef greinilega verið of upptekin af einhverju öðru en þessu máli undanfarin ár, vissi ekki samræmd próf væru hætt.

Kemur mér á óvart, ég sem hélt þau virkuðu sem skyldi. Skólar þurfa að kenna námsskrá ríkissins og eru metnir af óhlutlægum aðilum, sýnir líka þróun meðaleinkunna í landshlutum og einstaka skólum.

Er þetta ekki eins og að hætta að mæla hitastig eftir Celsius kvarða, fjarlægðir eftir metrum og þyngd eftir kílóum.

Hef ég kannski misst af einhverju?


mbl.is Inntökupróf slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðalegir sjálfsstæðismenn

Þeir ættu að snúa sér að málefnunum, hvort einn stjórnmálamaður haldi embættinu eða ekki er ekki ástæða til að reiðast.

Sérstaklega þegar efnahagurinn er í rúst.


mbl.is Mögnuð fráhvarfseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband