Einn banka strax

Við höfum ekkert að gera með þrjá.

Þess vegna væri vert að skoða það hvort heppilegt væri að starfrækja einungis einn ríkisbanka.

Kannski er einhver eitursnjöll ástæða fyrir þremur ríkisbönkum, en ég hef ekki rekist á hana. Það væri gaman að sjá staka ástæðu og helst fleiri, ef til eru.

Talsvert hagræði fengist á því að reka einn banka, minni yfirbygging og auðveldari stjórn ríkissins er sú helsta.

Varðandi nafn á nýja bankann þá finnst mér afar mikilvægt að taka hana sem lengst frá nafni landsins. Þannig að næst þegar bankarnir hrynja, (það er eðli banka að hrynja, það er ekkert á bak við banka nema traust sem sífellt er étið upp) þá verði það ekki tengt óhóflega við landið og þjóðina. Einnig þarf að banna allar nafngiftir á vörur sem geta varpað rýrð á landi og þjóð, þegar allt fer á versta veg. Icesave besta dæmið um það.


mbl.is Formenn bankaráða segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég er ekki sammála þér. Ef bankarnir verða gerðir að einum risa er hætt við að það fari fyrir þeim eins og hinum risunum.

Offari, 10.2.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Ertu þá að meina að samkeppnin verði engin?

Það var fyrst og fremst einhæft eignarhald sem rústaði bönkunum.

En með því að gera þjóðina að eignaraðila, ekki segja mér að þjóðin geti ekki átt neitt því hún á ríkið og gefur reglulega heimild til skattheimtuvalds, er komið í veg fyrir það vandamál. Það þarf bara að koma í veg fyrir að embættismannakerfið taki sér of sterka stöðu innan þeirra, það er hægt að fyrirbyggja með sanngjörnum lögum.

En ég vil endilega heyra betur hvaða ástæður lágu að baki hruni bankanna, að þínu mati, þá væri hægt að forðast það í framtíðinni.

Jón Finnbogason, 11.2.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband