Engin samræmd próf?

Ég hef greinilega verið of upptekin af einhverju öðru en þessu máli undanfarin ár, vissi ekki samræmd próf væru hætt.

Kemur mér á óvart, ég sem hélt þau virkuðu sem skyldi. Skólar þurfa að kenna námsskrá ríkissins og eru metnir af óhlutlægum aðilum, sýnir líka þróun meðaleinkunna í landshlutum og einstaka skólum.

Er þetta ekki eins og að hætta að mæla hitastig eftir Celsius kvarða, fjarlægðir eftir metrum og þyngd eftir kílóum.

Hef ég kannski misst af einhverju?


mbl.is Inntökupróf slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hitamælir er góður til að mæla hitastig. Hann getur hins vegar ekki sagt manni hvort veðrið sé gott eða slæmt eða hvort það sé dagur eða nótt.

Samræmduprófin eru góð til að mæla afmarkaða þætti en segja lítið um nemandann almennt.

Sigurður Haukur Gíslason, 5.2.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Hendir madur hitamæli ef hann segir manni ekki thad sé rigning?

En fyrst verid er ad bæta kerfid. Hvad er gert ödruvísi í nýja kerfinu til ad mæla nemandann?

Jón Finnbogason, 5.2.2009 kl. 15:05

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ef þú færð tæki sem segir þér hvað hitastigið er úti, hvort það sé sól eða rigning, nótt eða dagur þá verður hitamælirinn óþarfur.

Á bak við skólaeinkunnir nemenda er mun fjölbreyttara mat en hægt er að mæla með samræmdu krossaprófi á þremur klukkustundum.

Sigurður Haukur Gíslason, 5.2.2009 kl. 15:20

4 Smámynd: Jón Finnbogason

Ú...ú... segir mér svo hugur um ad thetta tæki sé ad finna í ShangriLa:)

Já, en af hverju voru framhaldsskolar thá svona tvístígandi yfir hvort their ættu ad hafa samræmd próf? Kannski nenna their bara ekki ad fara yfir thetta fjölbreytta mat, kannski thar liggi hundurinn grafinn.

Svo ef vid nennum ekki ad meta fólk gróflega, getum vid alltaf gefid öllum jöfn tækifæri og hætt ad mæla fólk og flokka. Thad kostar reyndar ad fólk leggi fordóma á hilluna og sætti sig vid jadarkostnad.

Jón Finnbogason, 5.2.2009 kl. 15:41

5 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Framhaldsskólarnir voru ekki tvístígandi, þeir voru á móti samræmdum stúdentsprófum.

Nemendur eru í dag metnir á fjölbreyttan hátt í grunnskólanum. Þetta er ekki spurning um að nenna heldur treysta.

Sigurður Haukur Gíslason, 5.2.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband