Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Bara einn?

Þeir sem plönuðu og gáfu flugleyfi fyrir lágfluginu yfir borginni þurfa líka að segja af sér.

Annað væri undarlegt.


mbl.is Ráðgjafi í Hvíta húsinu segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhlaup á Landsvirkjun

Ef fer fram sem horfir verður Landsvirkjun og allar þær virkjanir sem Landsvirkjun á komnar í hendur kröfuhafa innan 10 ára.

Þess vegna er afar mikilvægt að setja inn ákvæði í stjórnarskránna að allar auðlindir landsins séu eign Íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Neikvæðar horfur hjá Landsvirkjun að mati S&P
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum þetta

Pössum bara uppá að þessi nefnd sé undir beinni stjórn Alþingis, til að fyrirbyggja misnotkun.
mbl.is Íslendingar þurfa öfluga talsmenn erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert breyttist með yfirlýsingunni.

Frekar áhugavert að fylgjast með þessu máli.

Í gær var það sem strandaði á var yfirlýsing Breta um að "bresk stjórnvöld séu í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um hversu hratt Ísland greiði Icesave skuldirnar" tekið frá mbl.is í gær.

Í dag er sagt að:

#1. Breska fjármálaráðuneytið ber ábyrgð á Kaupthing Singer and Friedlander-bankanum. Sem kom yfirlýsingu Breta í gær ekkert við (samkvæmt því sem mbl.is sagði í gær).

#2. ...bretar segjast styðja við samkomulag íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Bretar vita greinilega meira um samkomulag IMF við Ísland en Íslendingar, því þeir vita um hvað samkomulagið er.

Hvernig væri að blaðamenn á Íslandi hættu að vera fáránlegir og framreiði almennilegar fréttir og greiningar sem einhverju skipta? 


mbl.is Ánægður með svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupfélagið að standa sig

Vonandi gengur þetta eftir.

Af wikipedia, http://is.wikipedia.org/wiki/Koltrefjar.

"Koltrefjar eru framleiddar með því að umbreyta undanfara (pólýakrýlónítríli, rayoni eða biki) með því að hita hann, fyrst í um 300° í súrefni þannig að vetnistengin rofni og efnið oxist, og síðan í um 2000° í óvirku gasi eins og argoni til að láta það kristallast. Við réttar aðstæður myndar kolefnið þá mjóa grafítborða sem tvinnast saman og mynda rörlaga þráð. Efnið sem verður til er venjulega 93-95% kolefni."


mbl.is Áhugi á koltrefjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

haha - hvað breyttist?

Þó svo sjávarútvegsfyrirtækin séu stórskuldug hefur engin meiriháttar breyting átt sér stað á þeirra högum frá kosningum. Þess vegna er undarlegt að stjórnarflokkarnir gangi á bak aftur orða sinna.

Sérstaklega þegar báðir stjórnarflokkarnir eru sammála og fengu meirihluta greiddra atkvæða í kosningunum.


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...eða hvað?

Vonandi reynist hann sannspár fræðingurinn.

Það er bara ekki nóg að kunna áróðursfræðin og hafa nægan aðgang að fjölmiðlum.

Það vantar gögn til að styðja við þessar fullyrðingar fræðingsins og maður á ekki að treysta fullyrðingum án sannanna.

Ef einhver fjölmiðillinn myndi nenna að draga saman smá tölfræði um stöðuna útúr öllu þessu fullyrðingaflóði, myndi ég jafnvel kaupa áskrift.


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alræði fáfræðinnar

Það er ekkert sem bendir til þess að þessi svín séu hættuleg. Af hverju eru stjórnvöld að drepa öll svín landsins?

Þetta nær ekki nokkurri átt.


mbl.is Átök í Kaíró vegna slátrunar svína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborg um kröfuhafa

Í þeirri stöðu sem við erum komin í nú þarf að endurmeta hið sérstaka viðskiptasamband skuldara og kröfuhafa.

Hingað til hafa allar reglur fallið kröfuhafa í vil, meiraðsegja hin bjargandi greiðsluaðlögun hefur í raun þau áhrif að lækka og lengja í afborgunum þannig að fæstum endist ævin til að eignast heimili sín. Kröfuhafar fá minna mánaðarlega en nær tvöfalt að endingu.

Röksemdin fyrir þessu hefur að mestu hvílt á eignarréttinum, hann sé heilagur. Kröfuhafar "eigi" í raun skuldina og því eigi þeir réttinn.

Með því að vernda kröfuhafann á kostnað skuldarans er trú manna að kröfuhafar láni meira út í kerfið, langtímaafleiðingin af þeirri stefnu er alþjóðlega lánabólan sem nú er sprunginn.

Nú er skammtímavöntun á lánsfé og því haldið fram að ekkert vit sé í öðru en að tryggja áframhaldandi lánveitingar. Leiðin sé að vernda kröfuhafa framtíðarinnar gagnvart öllum skakkaföllum. Aðrar tillögur eru álitnar marklausar af meirihluta fólks.

Aðstæður eru þannig að hærra hlutfall einstaklinga skulda meira en þeir eiga en nokkurntíma áður.

Til að kröfuhafar geti fengið alla kröfuna uppfyllta þarf að leggja útí aukinn kostnað við innheimtu, bæði beinan og óbeinan. Þennan kostnað væri auðveldlega hægt að nýta til að auka gæði lífs á landinu. Persónulega finnst mér að afskrifa ætti hluta skuldanna til tryggja það frekar en gæði lánasafna.

En hvaða lausnir standa okkur til boða? Hvað er hægt að gera? Af hverju þegja allir þunnu hljóði sem ráða þessum málum? Hvaða rök mæla gegn því að hætta að vernda kröfuhafa jafn hart og gert er?

Kosningum er lokið, endurnýjað umboð er komið í hendur fulltrúanna. Ég vonast eftir miklu strax og ný ríkisstjórn tekur við. En er samt búinn undir hið gagnstæða, því miður.


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband