Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Flytjum inn Ísbirni

Svo hægt sé að fá nóg af þessum fréttum
mbl.is Þriðji björninn á Hveravöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilningsleysi allra

Við eigum að bjóða öllum sem koma í opinbera heimsókn til Íslands í hvalkjöt. Grillað, bakað, steikt, glóðað, soðið eða hvernig sem best er að hantera það.

Svo eigum við að auka stúdentaskipti við Bandaríkin til að auka skilning. Eins og gert var eftir seinni heimstyrjöldina með góðum árangri.


mbl.is Bandaríkjaþing gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri völd til einkafyrirtækis

Af hverju ætli sé verið að færa eftirlitsvaldið frá ríkinu til einkafyrirtækis?

Það er reyndar eðlilegt að fyrirtæki í fjármálaheiminum þurfa að senda frá sér betri upplýsingar, í ljósi stöðunnar í heiminum núna. En þetta eftirlit þyrfti að koma frá fólkinu (ríkisvaldinu) en ekki einkafélagi þar sem hætta sé á að val eigenda ráði mestu um hvað sé rannsakað og hvað ekki. 


mbl.is Paulson: Meiri völd til Seðlabanka Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ys og þys útaf engu

Við ættum að snúa okkur að gáfulegri hlutum en að láta lögregluna ræna dóti af fólki.

Eina sem lögreglan ætti að gera þegar fíkniefni eiga hlut að máli er að stöðva akstur undir áhrifum.

Það er komið nóg af þessari skriffinsku útaf engu. 


mbl.is Sakfelldur fyrir vörslu fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Semja strax

Það er greinilegt að landið hefur ekki efni á verkfalli, því verður að semja strax.

Það er fullt af fólki á fullum launum að úthugsa samninga og hvernig best sé að ná þeim, nú þarf það fólk að sinna sinni vinnu. 


mbl.is Ferðaþjónustufyrirtæki ósátt við fyrirhuguð verkföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvar eru peningarnir?"

Mér sýnist ríkið vera í biðstöðu, eftir hverju er verið að bíða?

Það þarf að skipa ópólítískan Seðlabanka sem fyrst. Seðlabankinn ásamt ríkisstjórninni þarf að einbeita sér að því að:

  • Tryggja stöðugleika krónunnar.
  • Tryggja stöðugleika vísitölu neysluverðs.

Halda áfram með vinnu við að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.

Bæta samgöngur bæði milli landshluta, bæja og landa.

  • Auka almenningssamgöngur á innan höfuðborgarsvæðisins og til úthverfa þess.
  • Byggja lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur.
  • Gera strandsiglingar að raunhæfum flutningsvalkosti fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki.

Matvælaframleiðsla

  • Stórauka matvælaframleiðslu í gróðurhúsum með útflutning í huga.
  • Aðra Íslenskt, já takk herferð.
  • Lækka skatta á útflutningsfyrirtæki, þar með talda útvegsmenn og bændur.
  • Aðstoða bændur við að skrá lífræna framleiðslu og auka þannig söluverðmæti íslenskrar framleiðslu.

 Orka

  • Auka orkuframleiðslu, til að auka sérhæfða framleiðslu á fullunnum vörum til útflutnings.
    • Matvæla
    • Hlaða Duracell batterí
    • Sólarrafhlöður
    • Annað það er fólk kaupir núþegar í heiminum.

Nýsköpun

  • Það er gömul saga og ný að stórfyrirtæki framtíðarinnar eru sprotafyrirtæki fortíðarinnar. Ríkisvaldið þarf að styðja enn frekar að nýsköpun með því að efla nýsköpunarsjóð.

Sorp

  • Auka flokkun á sorpi til að endurvinna hráefni í aðra framleiðslu. Byrja á ruslatunnum eins og Þjóðverjar hafa þær, með mörgum götum.

Menntun

  • Sækja erlenda nemendur til að stunda nám hérlendis.

Sparnaður þjóðar

  • Bjóða fólki skattaafslátt ef ákveðin upphæð er sett í sparnað árlega. Gott fyrir eignastýringafyrirtæki og gott fyrir sparifjáreigendur.

Aflétta höftum

  • Leyfa framleiðslu fíkniefna hér á landi, sölu og neyslu. Færa verkefni lögreglunnar til brýnni mála. Aðrar þjóðir þyrftu reyndar að fylgja í sama mánuði til að forðast að Ísland verði pyttur heimsins.
Eða kannski getum við bara haldið endalaust áfram að bjarga Ísbjörnum...
mbl.is Sveiflur á gengi krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að tilkynna mótmæli?

Það er aumt ef tilkynna þarf friðsamleg mótmæli fyrirfram til lögreglu.

Að sjálfssögðu verða menn að þekkja sín takmörk, mótmæli á þjóðhátíðardaginn verða að mæta háttvísi dagsins. 


mbl.is Meintum mannréttindabrotum mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðarvarpið á Hrauni búið þetta árið.

Leitt að missa æðarvarpið vegna svona sjaldgæfs vargs.

Mjög skrýtið að ekki sé búið að flytja inn margumtalað deyfilyf og setja umbeðna Ísbjarnaráætlun í gang.


mbl.is „Allt í biðstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðarvarpið á Hrauni búið þetta árið.

Leitt að missa æðarvarpið vegna svona sjaldgæfs vargs.

Mjög skrýtið að ekki sé búið að flytja inn margumtalað deyfilyf og setja umbeðna Ísbjarnaráætlun í gang.


mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum meira með hrávöruna.

Ætli hægt sé að halda áfram að flytja út afurðina eins og ekkert hafi í skorist?

Þarf ekki að fullvinna vöruna og koma henni í almennilegt verð? 


mbl.is Aflaverðmæti dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband