Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Það er nautn að spara

Ennþá skemmtilegra er að búa til hagfræðihugtök.

Allir ættu að vera meðvitaðir um sinn Eyðslutími (Spending Span) þ.e. hversu lengi getur þú lifað ef þú færð engar tekjur.

Fyrsta skref er sjálfssagt að hafa þetta yfir núlli en raunverulega þyrfti Eyðslutíminn að vera talinn í mánuðum ef ekki árum.


mbl.is Spá 3,2% atvinnuleysi á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dexter drepur Warrick

Hversu flott væri það? Fyrst þyrfti Warrick náttúrulega að drepa einhvern svo hann verði hæft fórnarlamb.
mbl.is CSI leikari handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitarhundar finna sér hlutverk

Í þetta getur lögreglan notað fíkniefnahundana þegar fíkniefni verða leyfð sem verslunarvara.
mbl.is Röktu slóð krotaranna frá miðborg upp í Hlíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tala saman...

Það var frétt af þessu máli fyrir ekki svo löngu síðan. Þar sagði einn forstjóranna eða deildarstjóranna í Landsspítalanum að hún hefði undir höndum tölvupóst sem sannaði að hjúkrunarfræðingar hafi haft nægan tíma til að átta sig á breyttu vaktafyrirkomulagi.

Ég man þegar ég las það þá hugsaði ég að samskipti milli yfirmanna og undirmanna væru frekar léleg ef menn þyrftu að vísa í tölvupósta. Þetta er ekki lögfræðilegt vandamál heldur félagslegt.

Nú virðast menn vera farnir að tala saman og sýna smá lit. Næsta skref hjúkrunarfræðinga er væntanlega að draga uppsagnir til baka.

Svo þurfa að fara af stað raunhæfar viðræður innan fylkinga og svo milli aðila. Eins og í flestum öðrum vinnudeilum, munu aðilar finna milliveginn. Bara spurning hvenær.

hmm... nema það sé eitthvað sérstakt við þessa vinnudeilu. Kannski er þetta ekki eins og aðrar vinnudeilur, kannski er verið að fara ansi langt í að færa hjúkrunarfræðinga yfir í einkageirann. Kannski finnst fólki sér misboðið.

Ef svo er þá vantar algerlega fjölmiðlaumfjöllun, svo það getur varla verið... 


mbl.is Viðsemjendur undir feldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtækið er ekki rétt staðsett

Þegar bruninn var 2004 töluðu menn um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Það hefur greinilega gleymst.
mbl.is Hringrásarhaugur hættulega hár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sjaldgæft frímerki finnst við leit í bifreið"

Finnst nú að fyrirsögning hefði heldur mátt vera um fréttina, hraðaksturinn, frekar en frímerkið.
mbl.is Kannabisefni fannst við leit í bifreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verst að olíufélögin séu ekki í kauphöllinni

.
mbl.is Skeljungur hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

300 þús á mánuði til handa Fíkniefnaneytendum.

Væri ekki gáfulegra að skattleggja fíkniefnaviðskipti? Þá myndi þetta standa sjálft undir sér.

http://visir.is/article/20080428/FRETTIR01/680722637


Dísilrafstöð?

Af hverju kemur það mér ekki á óvart að við notum dísilolíu til að bora fyrir gufuafli?

Þjóðverjarnir eru sniðugir að nota landsnetið. Kannski eru þeir með þéttriðnara net en hér.

Ætli það sé dýrara fyrir Jarðboranir að tengja inná landsnetið með framlengingasnúru fyrir borunina en að keyra dísilrafstöð uppá afskekkta punktinn?


mbl.is Hekla Energy hálfnuð með fyrstu holuna í Bæjaralandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðislegt

Ferrari hefur þennan sigurneista
mbl.is Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband