Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Vista viðbótarlífeyrissparnaður

Góðar fréttir ....

En er landsframleiðslan kannski að dragast saman hjá okkur?

Það væri gaman að sjá smá Excel æfingar blaðamanna við þessa skýrslu OECD.


mbl.is Lífeyrissparnaðurinn sá mesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við eigum að viðurkenna Kosovo strax.

Við erum lítil þjóð og værum enn undir Danskri stjórn hefðum við ekki haldið okkur við hið séríslenska í okkar fari.

Við eigum meiraðsegja að ganga lengra, Kúrdistan, Tjetjenía, Rússneski hluti Moldavíu, Færeyjar, Grænland, Baskland, Katalónía, Vestmannaeyjar og aðrar minnihlutaþjóðir eiga skilið stuðning okkar við sjálfstæði.

Ef lýðræðislegur meirihluti á einhverju landssvæði vill sjálfsstæði eigum við að styðja við vopnlausa barráttu hvar sem er í heiminum. Það er hið rétta að gera.


mbl.is Sjálfstæði Kosovo lýst yfir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er mest í fjölmiðlum

Þar sem ég bý skammt frá Nörrebro Runddel og öðrum ólátasvæðum sem fjölmiðlar senda beint frá, veit ég að þessi óreiða er lítið meiri en í fréttum. Að sjálfssögðu eru mótmælagöngur og vesen, Jacob Bach vinur minn var vakinn upp klukkan 1 aðfaranótt fimmtudagsins við að búið var að brjótast inn í ruslageymsluna og draga ruslagám út á götu og kveikja í. Restin af nóttinni fór í að slökkva og halda girðingunni heilli fyrir liði, hann býr reyndar á Nord Vest sem er fyrir ofan Nörrebro og er orðið slummið eftir að fasteignaverð á Nörrebro hefur hækkað svolítið.

Í gær var TV2 með beina útsendingu víðsvegar um bæinn, þetta var mest vandræðalegar einræður fréttamanna og yfirlitsmyndir þar sem lítið annað var að sjá en hjólandi fólk og tómar götur. Reyndar náðu fjölmiðlar yfirlitsmynd úr þyrlu af brennandi bíl, það var sýnt á loopu í hálftíma.

Heyrði frá strákunum í skólanum að þetta hefði meira að gera með verslun eiturlyfja en myndirnar, en myndirnar hefðu þó ekki hjálpað.


mbl.is Áfram óeirðir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi

Það verður áhugavert að fylgjast með þessari úthýsingu Landsspítalans á næstu árum. Þetta er klárlega bara fyrsta skrefið í uppskiptingu pappírsvinnu heilbrigðisgeirans. Vonandi munu fyrirtæki hér á landi landa einhverjum af þessum samningum.

Þróunin verður væntanlega þannig að helsta pappírsvinnan verður utan veggja Spítalans. Verkferlar breytast því starfsfólk þarf sjálft að muna eftir að kíkja inn í tölvukerfið til að fá uppfærslu á gögnum.

Mjög spennandi.


mbl.is Conscriptor bauð lægst í ritun sjúkraskráa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RFID

Þetta er nú bara Radio-frequency identification dæmið sem átti að breyta heiminum fyrir nokkrum árum. Vonandi ná þeir að láta þetta virka á þessari flugleið.

Því þetta RFID mun einfalda manni lífið. Í framtíðinni mun maður einfaldlega forrita RFID flöguna sem er þegar í ferðatöskunni fyrir hvert ferðalag eða Flugfélagið hreinsar flöguna og setur inn upplýsingar úr kerfinu í hvert skipti.

Sjáum til dæmis hvað verður um fólk sem vinnur á kassa í stórmörkuðum þegar þetta dæmi tekst á loft.


mbl.is Nýtt farangurskerfi prófað á Heathrow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VATN

Já sala á vatni er orðin risaiðnaður einstaklingsframtaksins. Eru vatnsveitur hættar að vera ríkiseign?

Fyrir nokkru síðan var Kók að drepast úr aumingjaskap, það var ekki Kók Læt sem bjargaði þessu fyrir þá heldur Vatnið. Kókið sjálft er ennþá að drepast og tapa fyrir Pespí.

Annars drekk ég mest Grænt Te í tepokum og blandað við frosið og fljótandi vatn úr krananum. Annaðhvort Kók eða Pespí á fyrirtækið sem dreifir og pakkar te-inu svo þetta endar allt í sömu ársskýrslunni.


mbl.is Hagnaður Coca-Cola jókst um 79%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Go Bakkavör

Ekki slæmt að Bakkavör sé í yfirtökum og stækkun á rekstri.
mbl.is Hafa keypt hlut í Greencore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töff, ég er stoltur af því að vera Evrópubúi núna

Það er þá ekki allt að fara til fjandans í Evrópu, háhraðatenginum fjölgar. Það er til merkis um uppgang.

Það er svo annað hvort ruslpóstur sé góður eða slæmur, hann truflar mig ekkert. Fer allur í junkfolderinn og ef ég nenni þá kíki ég á hann, stundum sér maður sniðuga hluti þar.

Það sem fólk fattar ekki er að ruslpóstur er framleiðsla, framleiðsla sem er líka í sjónvarpinu, dagblöðum og öðrum miðlum. Þessi auglýsingaframleiðsla er æðisleg.

Reyndar finnst mér áhugavert að yfirhöfuð sé hægt að mæla ruslpóst. Hvað er almennilegur póstur???


mbl.is Evrópubúar senda mest af ruslpósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk?

Nato réðst á Afganistan því Talibanar voru skeggjaðir, fúlir og enginn hélt með þeim. Svo voru þeir líka búnir að loka fyrir framleiðslu á Valmúa. Einnig eyðilögðu þeir risa styttu af Búdda.

Tilvalið skotmark til að ausa úr skálum reiðinnar vegna flugránanna.

En núna er staðan þannig að Valmúinn er aftur ræktaður á öllum bestu hekturum og uppbyggingin í landinu er eins mikil og fólkið leyfir. Alltaf eru þó stríðsherrar sem vilja ekki bugast, rétt eins og hryðjuverkamennirnir sem stofnuðu Bandaríkin og fólkið sem hafði engu að tapa þegar Bastillan var eyðilögð.

Hvernig væri staðan í heiminum ef Kínverjar hefðu sent inn her til að styrkja innviði Rómaveldis þegar Barbararnir voru sem fyrirferðamestir?

Ég segi hættum þessari vitleysu og einbeitum okkur að menntamálum og innra starfi stjórnarinnar í Afganistan í stað þess að búa til græn svæði hér og þar.


mbl.is Hlutverk Nató í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðalegt

Er ekki hægt að starta söfnun til að koma Villa úr ráðhúsinu? Hann er búinn að ljúga nokkrum sinnum að okkur vegna þessa máls. Hann mun vafalaust halda áfram að ljúga og vera vandræðalegur, hlýutur að vera erfitt að starfa af heilindum í opinberri stjórnsýslu við þær aðstæður.

Nú væri miklu nær að ræða ferlíkið sem byggt verður á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ásamt stærðar dæminu sem þarf með við Lönguhlíð og Háaleitisbraut. 

 


mbl.is Forstjóri OR álitsgjafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband