Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðileg Jól

Lokaundirbúningur jólanna í gangi, lendi vafalaust ekki aftur á síðunni fyrir jól.

Fljúgum til Íslands á morgun, það verður gott að koma heim.

Óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!


Verkið búið?

Það hefur verið talað um, að þessi aðili hafi verið í innri endurskoðun vegna þess hann ætti að "laga" gögn varðandi Icesave, af fjölmiðlum og bloggurum.

Ætli verkið sé búið núna?


mbl.is Innri endurskoðandi óskast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félaga Sukk ## ehf.

Áhugaverð þessi FS félög, mér langar að vita hvað allir hinir tölustafirnir hafa verið að bardúsa.

mbl.is Ágirntust þeir FS13 ehf.?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri lifa í óvissu

Gott að fólk er farið að spá í mannlega þættinum.

Það væri gaman að fá svona fréttaskýringu varðandi lántakendur verðtryggðra lána, þjónustuþega í velferðarkerfinu, námsmenn (heima og erlendis) ásamt allra þeirra sem misst hafa atvinnu sína. Það hlýtur að vera næst!

Batnandi heimur fer...


mbl.is Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hótanir

Ef einhver annar dirfist að dreifa upplýsingum um eitthvað leiðinlegt, verður allt grafið upp um viðkomandi og birt í blöðum, neti, sjónvarpi og útvarpi.

Svo haldiði kjafti!


mbl.is Breyttur leiðari DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söguskoðun

Áhugaverð söguskoðun, hef líka heyrt að deilan hafi leysts þegar teknar voru niður samsvarandi en "úrsérgengnar" eldflaugar á Tyrklandi?

En hótanir Bandaríkjamanna um aðra Svínaflóainnrás hafa sjálfsagt haft úrslitaáhrif, ekki hafnarbannið!

Annars er ég bara áhugamaður sem vill vita meira en minna.


mbl.is Rússneski flotinn til Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri körfur og fleiri egg

Fjölbreytt atvinnulíf er okkur nauðsynlegt, held við séum öll meðvituð um það. Þess vegna hafa álverin verið byggð, en að sjálfssögðu vantar fleiri stoðir til viðbótar.

Núna vantar meiri stuðning við ferðaþjónustuna, sprotafyrirtæki, rannsóknir og þróun, matvælaframleiðslu, smáiðnað og sjálfbæra nýtingu á þeim tækifærum sem okkur eru opin.

Við höfum fallegt land, nauðsynlegt er að laga vegi til að opna landið fyrir ferðaiðnaðnum allan ársins hring. Við höfum, ennþá, mikið mannvit sem hægt er að nýta til að styðja enn frekar við nýsköpun, rannsóknir og þróun. Orku höfum við í gróðurhúsin til að auka lífræna matvælaframleiðslu.

Ál, fiskur og afleiður verða aldrei næg undirstaða undir Íslenskt samfélag. En eru hins vegar partur af þeim grunni sem við höfum fyrir.

Árangur áfram, ekkert stopp.


mbl.is Getum ekki treyst á álið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hægt að sprengja þetta í burtu?

Við sættum okkur varla við þetta leiðinda svarthol?

"Svartholið burt fyrir 2100"


mbl.is Risavaxið svarthol í Vetrarbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvirðuleg hverfi?

Hvar ætli maður finni óvirðuleg hverfi í Reykjavík?
mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin skýri aðgerðir sínar

Okkur vantar meiri upplýsingar, ekki bara úr Seðlabankanum heldur allsstaðar að.

Ef enginn skortur væri á upplýsingum væri lítið mál að vita hvað væri að og hvernig ætti að laga það.

Ég get byrjað, ööö ég veit ekkert


mbl.is Davíð skýri orð sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband