Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Fyrirframviðskipti eru æði
Fimmtudagur, 9. október 2008
Engir vextir, allt niðurnelgt. Ég nota það vanalega í mínum viðskiptum.
Ef við höfum ekki efni á þessum innfluttu vörum ættum við bara að hætta að flytja þær inn, lifa á rauntekjum.
Var ekki sagt um daginn að við gætum framleitt allan þann mat sjálf, sem við þyrftum á að halda? Leggja bílnum og keyra strætóflotann á metangasi.
Spennandi tímar fara í hönd, þ.e. allt út í hönd.
![]() |
Krefjast staðgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bless Árni
Fimmtudagur, 9. október 2008
![]() |
Samtal við Árna réð úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The way we do business
Miðvikudagur, 8. október 2008
Það er viðbúið að ítarleg breyting verður nú á viðskiptaháttum næstu árin. Eftirágreidda aðfangakerfið er væntanlega úr sér gengið eftir þessa bunu.
Fyrirframgreitt er lausnarorðið.
![]() |
Paulson boðar frekari gjaldþrot fjármálafyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr milljónaseðill að fara í umferð
Miðvikudagur, 8. október 2008
![]() |
Finnar versla ekki með krónuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hreinsum út
Þriðjudagur, 7. október 2008
Ég er þess fullviss að við munum finna leiðina útúr þessu völundarhúsi mjög fljótlega. Þurfum bara að sætta okkur við að eyðileggja nokkur tré/veggi/álklumpa/flatskjái/jeppa og jafnvel setja í bakk. Svo maður slái um sig með e-u öðru en sjómannamálinu:)
Það er kominn tími á algera endurmenntun almennings þegar þessari orustu lýkur. Við erum gersamlega búin að kúka uppá bak, eins og góður maður sagði eitt sinn.
Bendi fólki á greinina hans Dr. Gunna í dag þar sem hann líkir ástandinu við þynnku Þjóðverja eftir Nasistana. Það er alveg á hreinu að eftirlit okkar með starfssemi útrásarvíkinganna var engin eða í mesta lagi til málamynda. Ég tala um almenning því það er lýðræði í þessu landi, en reyndar þegar öllu er á botninn hvolft eru það settir embættismenn sem í krafti þekkingar sinnar og stöðu eiga að hafa auga með viðskiptalífinu fyrir okkur. Þar af leiðandi eru það kjörnir fulltrúar okkar sem vonandi fá reisupassann eins fljótt og við náum að sannfæra þau um að mæta á starfsmannafund, kosningar.
En innlent ástand er einungis hluti af þeirri arfleið sem okkar verður minnst fyrir á hinum alþjóðlega vettvangi á næstunni. Því þrátt fyrir að bankar annarra landa stefni í þrot og svipuð lánsþurrð vari um allan heim, erum við eina landið sem búið er að missa nær alla bankana okkar. Þess vegna held ég að rétt sé að árétta að umræðuefni við útlendinga á næstunni muni í minna mæli snúast um bláa lónið og björk en þess í stað um....
1. Fyrst og fremst höfum við sýnt það og sannað að okkur er afar illa við skemmtisugur, við forðumst þær fram í lengstu lög. (Sérstaklega erlendar greiningardeildir og innlenda prófessora sem eru ekki í stuði, þó talað sé af af skynsemi)
2. Í annan stað höfum við ítrekað þann sögulega vilja okkar að reyna alltaf að fá sérmeðferð, jafnvel þó við þurfum að skipta um "vinahóp". (Samanber að neita aðstoð IMF sem mælst hefur verið til af valdamiklum "vinum" og leita annað)
3. Í þriðja lagi er greinilegt að við trúum hvað hæst á að allt reddist og fari á besta veg einhvernveginn, þó svo eða vegna þess við höfum óhæfa menn í toppstöðum.
4. Í fjórða falli er okkur nokk sama um að fjölmiðlunum sé stjórnað af sömu aðilum og ættu að vera til hvað mestrar umfjöllunar.
5. Í fimmta veldi er allt gott í hófi, það er óhófið sem fer með okkur. Sjáið bara allar helstu öfga skoðanir sögunnar t.d. Einveldi, Fasisma, Vöggustofu jafnaðarmennsku, Kommúnisma og Kapítalisma. Af því leiðir að miðjustefnu mun vaxa fiskur um hrygg á næstunni, í enn ríkari mæli en hefur verið.
![]() |
Gengi krónu fest tímabundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Beðið eftir kalli sjóðfélaga?
Sunnudagur, 5. október 2008
Best væri að lífeyrissjóðirnir fjárfestu í samræmi við fjárfestingastefnu sína. Við höfum aðra möguleika í stöðunni en að færa lífeyrinn í áhættufjárfestingar.
Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (IMF) getur komið að endurskipulagningu fjármálakerfisins og fóðrað okkur á þeirri fjármögnun sem þarf, 1600 milljarðar króna.
![]() |
Lífeyrissjóðir bíða eftir kalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Öll eggin á einn korktappa?
Laugardagur, 4. október 2008
Hvað gerist þegar Lífeyrissjóðirnir verða búnir að flytja nánast öll verðmæti yfir í Íslensku krónuna, mun allt lagast?
Eru erlend verðmæti lífeyrissjóðanna næg til þess?
Hvað ef þau eru ekki nóg og krónan lækkar enn frekar, eru lífeyrissjóðirnir þá endanlega gufaðir upp?
Af hverju eru engar fréttaskýringar að finna frá þeim fjölmörgu hagfræðingum sem þekkja til, jú eða félagsfræðingum fyrst þetta er allt spurning um traust fjöldans?
Svo held menn verði að einbeita sér að því að styrkja það sem skilar verðmætum inn í samfélagið frekar en að hnoða öllum verptu eggjunum á sama korktappann.
![]() |
Mætt snemma til funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vonandi eru allir með viðbótarlífeyrissparnað
Laugardagur, 4. október 2008
Einnig að ungmenni séu það séð þau leggji fyrir reglulega inn á gjaldeyrisreikninginn sinn.
Legg til að nýtt fag verði kennt í framhaldsskólum, Eignastýring 103.
![]() |
Íslensk ungmenni eru mörg mjög skuldsett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vörulager Íslands fullur af Botnum.
Föstudagur, 3. október 2008
Það er þá gott að við séum búin að ná enn einum Botninum, vonandi getum við farið að selja þessa Botna.
Hvað er heimsmarkaðsverð á Botnum um þessar mundir?
![]() |
Telur botninum náð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórasta land í heimi
Föstudagur, 3. október 2008
Þar höfum við það, enn einu sinni búnir að skilja restina af heiminum eftir í skítnum og skara frammúr á enn einu sviðinu.
Ég vona að meðalmennska, ódugur og hræðsla verði aldrei okkar vörumerki.
Nú er þetta bara spurning um að tengja þjóðarstoltið við eitthvað annað en krónuna og úrvalsvísitöluna. Við þurfum að minnast þess að við næstum sjálfum okkur næg með orku, mat (bara henda upp fleiri gróðurhúsum) og því miklu betur undir það búin að spara við okkur gerviþarfirnar á næstunni. Getum meiraðsegja notað tímann til að styrkja innviði samfélagsins enn frekar með því að framleiða gæðamat sem hægt er að selja í okurbúllum erlendis þegar um hægist.
Það eru tækifæri í kreppu.
![]() |
Fjármálakreppa bitnar harðast á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)