Algjör Tímasóun
Laugardagur, 6. júní 2009
Ef fíkniefni væru ekki ólögleg gæti lögreglan barist gegn alvöru glæpum. Það er tímasóun að elta uppi fíkniefnasala, neytendur og dreifingaraðila. Á meðan fólk vill nota fíkniefni verður starfssemi fíkniefnalögreglunnar alltaf eins og hundur að elta skottið á sér.
Hverjir græða á ólöglegri fíkniefnasölu???? Þetta eru billjónir dollara, evra punda og allra annarra gjaldmiðla á hverju einasta ári sem einhver fær í sinn vasa. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að fíkniefnagróði heimsins sé 50.000 milljarðar íslenska króna árlega (400 b$).
Ég fatta ekki af hverju fólk skilur ekki að aukin löggæsla virkar ekki!
Er fólk virkilega svona barnalegt? Kannski eru svo miklir hagsmunir í húfi að umræðan þroskast aldrei?
Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju fíkniefni þurfa að vera ólögleg? Það er vandræðalegt að segja að fíkniefni séu hættuleg, það vita það allir svo er líka stórhættulegt að éta þvottaefni en fáir gera það. Ég verð að fá að heyra í einhverjum sanntrúuðum, með góða og pottþétta útskýringu.
Rannsakar umfangsmikið fíkniefnasmygl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.