Alræði fáfræðinnar

Það er ekkert sem bendir til þess að þessi svín séu hættuleg. Af hverju eru stjórnvöld að drepa öll svín landsins?

Þetta nær ekki nokkurri átt.


mbl.is Átök í Kaíró vegna slátrunar svína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

Það hefur áður komið fram (og fréttamenn mættu ítreka það í fréttaflutningi um þetta mál) að um er að ræða svín sem ræktuð eru af/fyrir kristinn minnihluta í landinu (enda borða múslimskir Egyptar ekki svínakjöt).

Þetta er fyrst og fremst pólitísk aðgerð til að a) kúga kristna minnihlutann og hirða af honum lífsviðurværi b) friðþægja múslimska meirihlutan með slátrun dýrs sem menningarlega er álitið "óhreint".

Flensan er notuð sem afsökun, og óvíst hvort það er af einstakri fáfræði eða útsmognum ásetningi, enda ljóst að þessi smit hafa ekkert að segja með hættuna á mögulegu flensusmiti til manna.

Promotor Fidei, 3.5.2009 kl. 11:27

2 Smámynd: ThoR-E

Því miður fer Promotor Fidei með rétt mál.

Þeir voru grunsamlega fljótir að taka þá ákvörðun að drepa öll svín í landinu .. þrátt fyrir að gefið hafi verið út að flensan berist ekki frá svínum í menn.

Þetta er eina landið í heiminum sem hefur farið í þessar aðgerðir ...ekki einusinni Mexico hefur gripið til þessa ráðs. Ekki virðist skipta neinu máli að enginn í Egyptalandi hefur greinst með fensuna.

Hún ætti að heita Mexicoflensan H1N1 .. ekki svínaflensan.

ThoR-E, 3.5.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Sylvester

Allt sem þú þarft að vita er í þessari grein: http://open.salon.com/blog/stellaa/2009/04/30/egypt_pigs_pandemic_and_tyranny

Sylvester, 3.5.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband