Tilgangur lögreglu
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Það er alltaf best að láta mótmæli snúast um kjarnan í því sem mótmælt er. Um leið og menn missa augun af markmiðinu, leyfa menn spunameisturum að túlka aðgerðir eftir eigin höfði.
Lögreglan sem setur samankomin hóp af fólki sem lætur ófriðlega ofar á forgangslistann en drukkna ökumenn og líkamsárásir, þarf nauðsynlega að endurforgangsraða verkum sínum. Sérstaklega ef ófriðlegheitin snúast ekki um annað en að hafa hátt og kveikja bál, efnahagurinn er hruninn og eðlilegt að fólk fái tímabundið tilfinningalegt svigrúm til að fá útrás fyrir reiði sína.
Akstur undir áhrifum er lífshættulegur og trompar því slíka röskun á almannafrið.
En það að lögreglan skuli ekki kunna bestu tökin á röskun almannafriðs er háalvarlegt mál. Þeir ættu að prófa aðrar aðgerðir en þær sem hafa verið notaðar hingað til og sjá hvað kemur útúr því. Kannski þyrftu þeir þá ekki að vaka til þrjú næst.
Ég tek það fram að ég styð ekki ofbeldi, hvort sem það er gegn almúganum, valdstjórninni, húsum né gangstéttarhellum.
Bál kveikt á Lækjartorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvort er vænlegra fyrir lögreglu að hafa eftirlit með hópi af ölvuðu fólki við bálköst niður í bæ með óp og háreysti sem mjög auðveldlega geta breyst í eitthvað skelfilegt - eða stunda umferðareftirlit.
Það er alveg merkilegt hvað svona gammosíu bloggarar eins og þú geta bullað.
Grétar 15.2.2009 kl. 11:42
Grétar, varst þú þarna? Ég viðurkenni að ég komst ekki, en ég veit að fólk var beðið að koma ekki með áfengi með sér því það fari illa saman að drekka og mótmæla, sjálfsagt mættu einhverjir með bjór en ég hugsa að meginþorrinn hafi verið edrú. Annars finnst mér gammosíubloggarar skárri en jakkafatabloggarar með x-D nælu á jakkanum.
Björgvin Gunnarsson, 15.2.2009 kl. 14:04
Góður spuni Grétar! Gammosíu bloggari, ekki slæmt. Alltaf gaman að vera flokkaður.
Þetta með "mjög auðveldlega geta breyst í eitthvað skelfilegt" hefur náttúrulega enga stoð í raunveruleikanum, en hljómar vel og hræðir fólk frá því að hafa skoðanir á hlutunum.
Svo væri ekki úr vegi að kanna frekar hvað lá að baki mótmælunum frekar en að afgreiða þau sem "hópi af ölvuðu fólki við bálköst niður í bæ með óp og háreysti". Þannig hjálpum við til við að mynda nýja ísland frekar en að keppast við að komast sem fyrst í það gamla aftur.
Jón Finnbogason, 15.2.2009 kl. 15:20
Nákvæmlega
Erum við að tala um firringu? Að berja á mótmælendum er ofar í forgangsröðun lögreglunnar en ölvunarakstur og líkamsárásir!!???
Og moggabloggarar halda áfram að verja valdið...!!
Halli 15.2.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.