Ráðið við mikla skuldastöðu

Alltaf var talað um að fyrirtæki ráði við mikla skuldastöðu, enda er 10% eignahlutur í fullkomnu samræmi við þá bindiskyldu sem við búum við. Ekkert gat klikkað því þetta var í samræmi við lög, þannig að þetta var allt Gordon Brown að kenna:)

Greinilegt að Baugur hefur verið vel skipulagður, allt byggt á sömu stefnu. Gott þegar fyrirtæki finna sér viðskiptamódel sem virka fyrir þau og halda sér við það út í gegn. Það eykur samkvæmnina og minnkar vafa varðandi stöðu fyrirtækisins.

Bara smá vandamál, ef viðskiptamódelið krefst þess að lánsfé sé alltaf aðgengilegt og hagkvæmt, verður maður að fylgjast með því sem gerist á helstu lánamörkuðum og haga síðan segli eftir vindum.

Baugur verður skemmtilegt viðfangsefni háskóla næstu áratugi, sem og önnur fyrirtæki útrásarvíkinganna. Sjálfur hef ég hug á því að athuga þau útfrá náminu mínu. Hver rannsóknarspurninginn verður á endanum er ekki ljóst á þessari tímasetningu. Ætli maður skoði ekki fyrst hverju var sleppt úr útreikningunum og af hverju ekki var gripið til aðgerða þegar séð var hvert stefndi. Hvar helst hafi verið tekin lán og hvernig fylgst var með baklandi þess lánsfjármagns. Hvaða útreikningar lágu að baki mögulegum tekjum af fjárfestingum. Einnig hvort alignment hafi verið milli helstu fyrirtækja í hegðun og uppbyggingu, með tilliti til einsleitis starfsmanna. Ásamt því að skoða tölfræðilega hvernig fjölmiðlar fluttu mismunandi fréttir af ástandinu, eftir eignarhaldi þeirra og stjórnmálaskoðun.

Já, ég þarf að setjast betur yfir þetta til að komast betur að kjarnanum. Allt snýst það hins vegar um aðgengi að upplýsingum og miðað við sögur af pappírstæturum er borin von að ég nái nokkurn tíma að rannsaka þetta.


mbl.is Eignir Baugs um 10% skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En... ef 90% eigna minna væru stöðugt skuldsettar, þá væri ég stöðugt að borga af þeim vexti. Sem þýðir að þeim mun meira sem ég eignast, því meiri vexti þarf ég að borga. Á endanum fara allar mínar tekjur í að borga vexti af "eignunum" og ekkert er eftir til að borga fyrir framfærslu/rekstrarkostnað, ef ég verð svo fyrir ófyrirséðu tapi eða hækkun kostnaðar þá er ég umsvifalaust farinn á hausinn.

Fengu þessir menn ekki fullt ef einhverjum verðlaunum fyrir "góðan árangur" í viðskiptum, frá útflutningsráði, viðskiptaráði of fleirum? Svo voru sumir valdir "menn ársins í viðskiptalífinu" af hinum og þessum fjölmiðlum og yada yada... Þvílíkir snillingar!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2009 kl. 10:49

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Bankamenn eru vafalaust ánægðir með svona árángur, að tryggja bönkum stöðugar tekjur. Ætli verðlaunin séu ekki tengd því? Hverjir ráða útflutningsráði, viðskiptaráði og hinum ýmsustu verðlaunum?

Svo er skrýtið að enginn þessara fagmanna, :), skuli hafa horft fram veginn til að geta grætt enn meiri pening.

Jón Finnbogason, 11.2.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki sjálfbær hugsunarháttur, og þá er hrun aðeins tímaspursmál.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband