Blaðran lekur hægt

Gömlu stóru bankarnir eru greinilega búnir að kúka allsvakalega á sig þrátt fyrir allar áhættudeildir sem peningar geta keypt.

Bankablaðran virðist þó leka furðu hægt. Töp fjármálastofnana á lækkun fasteignaverðs hefur skilað margföldu tapi á við það sem nú er búið að gera upp.

Fyrirtæki í bandaríkjunum hafa ekki viljað gera upp tap sitt af veðlánum vegna þess að vonast er til að þau muni hækka á næstunni. Það er glatað, af hverju ekki bara segja satt og rétt frá, og fá svona 11. sept stemmingu aftur. Þá fyrst færi allt til fjandans, það er kannski það sem ÞEIR vilja forðast.

Hugsið ykkur, allir lífeyrissjóðir í heiminum minnka um 50% og menn sem eiga haglabyssur færu að taka þær með sér hvert sem farið væri. Úff það væri góður dagur til að liggja uppí sófa að horfa á alla Simpson þættina, svo fremi sem ekki væri búið að klippa á rafmagnið.


mbl.is Skjálfti á fjármálamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband