Tilgangslaus eltingaleikur
Laugardagur, 19. júlí 2008
Bráðum fara kafbátarnir að kafa dýpra og þá hættir flugvélaeftirlitið að virka.
Þessi verslun finnur alltaf leið. Hugsum okkur hvað við myndum ekki gera til að geta étið hangikjöt á jólunum ef það væri bannað.
Regluvæðum þetta og fáum af þessu tekjur í ríkiskassann.
Sex tonn af kókaíni í kafbáti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki finnst mér þetta nú góð fílósófía. Leyfa allt sem er illviðráðanlegt. Nauðganir munu alltaf eiga sér stað og kyferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Á að leyfa það líka með sömu rökum? Barnaperrar finna alltaf nýjar leiðir á etinu til að skiptast á myndum sín á milli. Á að leyfa það með sömu rökum? Þau rök að það sé frjálst val að dópa, heldur ekki vatni. Það má aldrei slaka á í baráttunni við dópið.
LEE 19.7.2008 kl. 13:27
Það þykir mér gróft, þegar menn setja saman í sama flokk kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og neyslu kókaíns. Minni á algengan samanburð á margumræddum eplum og appelsínum.
Vil biðja þig, LEE, um að sýna stillingu og takmarka alhæfingar að óþörfu.
En varðandi heimspeki þína um að það haldi ekki vatni að leyfa fólki að dópa, þá langar mig að spyrja þig að einu. - Skiptir það máli hvort fórnarlömb beri skaða af glæp?
Ef það skiptir ekki máli má vel alhæfa og setja róna og barnaperra undir sama hatt, eins og þú segir í athugasemd þinni.
En ef það skiptir máli þá væri ég til í að vita af hverju verslun og neysla fíkniefna er ólögleg.
Jón Finnbogason, 19.7.2008 kl. 16:56
Hollendingar leysa öll vandamál með að leyfa bara draslið! Vændi,dóp,líknardráp ofl ofl. Er það leiðin sem best er að fara??
Ekki er það sú leið sem ég er að fíla,það er á tæru!
óli 19.7.2008 kl. 18:02
Jón Finnbogason, þú spyrð: "Skiptir það máli hvort fórnarlömb beri skaða af glæp?" Ætlar þú virkilega að halda því fram að engin beri skaða af neyslu kókaíns? Og þá er ég ekki einungis að tala um þá sem neyta þess heldur einnig þá sem eru limlestir af fólki undir áhrifum. Fólk sem brotist er inn hjá af fíklum sem eru í leit að smápeningum fyrir næsta skammti. Rök ný-frjálshyggjumanna nær oft ekki lengra en nef þeirra nær. Málið er ekki svo einfalt að fólk dópi bara í sínum eigin heimi.
LEE 20.7.2008 kl. 09:41
Ok þú ert semsagt sammála mér að rónar og barnaperrar eru ekki sömu glæpamennirnir?
Varðandi skaðann af neyslu fíkniefna þá vita það allir að neytendur eyðileggja líf sitt og annarra í kringum sig með neyslunni.
Mínar vangaveltur snúa heldur ekki að því, heldur hvort betra sé að söluaðferðir þessarar vöru séu í höndum kjána og vitleysingja eða Lyfju.
Einnig hvort réttlætanlegt sé að framkvæmdavaldið eyði þeim tíma og fjármunum sem eytt er í dag í þennan tilgangslausa eltingaleik meðan hægt væri að vinna að þarfari málum eins og að vakta hús, halda niðri ofbeldi gegn börnum og öðrum og minnka hvítflipaglæpi.
Það segja mér menn úr meðferðabransanum að aðgengið er ekki mesta vandamálið heldur sjálf fíknin, við ættum líka að einbeita okkur að henni með betri meðferðarúrræðum og forvörnum. Nægur ætti peningurinn að vera þegar þetta verður skattlagt.
Jón Finnbogason, 21.7.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.