Kvörtunarstaðir?

Það ætti að vera viðtekin venja að þar sem maður greiðir fyrir vörur og þjónustu ætti maður líka að geta kvartað yfir þeim.

Ef Spölur vill bara heyra í rólegu fólki sem man yfirhöfuð eftir því að kvarta þegar fríinu er lokið þá vilja þeir ekki heyra kvartanir.

Fyrirtæki sem ekki vill heyra kvartanir á varla framtíð fyrir sér.

Þó einstaka dólgar og dónar hafi farið yfir strikið má ekki draga úr venjulegum kvörtunum og ábendingum viðskiptavina.


mbl.is Dólgslæti og dónaskapur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kvartanirnar eiga þá að berast til þeirra, sem hafa völdin til að breyta því, sem kvartað er yfir. Það hefur starfsfólkið í skýlunum ekki. Þess vegna er eðlilegt að gera þá kröfu til fólks, sem vill kvarta yfir verðskránni að það komi sínum kvörtunum á framfæri við yfirstjórn fyrirtækisins en ekki afgreiðslufólk. Ef fólk er ekki í stuði til að kvarta þegar heim er komið getur varla verið um stórt umkvörtunarefni að ræða.

Sigurður M Grétarsson, 24.7.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Ægir

Auðvitað á fólk að kvarta á þeim stað sem þjónustan er keypt. Mér finnst landinn bara frekar spar á kvartanir yfirleit...(nema kannski bloggarar) Og ég leyfi mér að efast um að meiri hluti þeirra sem kvartar séu með dónaskap.

Ægir , 24.7.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Jón Finnbogason

Ég hef vanið mig á það að koma mínum kvörtunum áfram til þess aðila er þjónustar mig. Því sá er ekki er á staðnum, er varla í aðstöðu til að skilja eðli kvörtunar eða umfang hennar í flestum tilfellum.

Vanalega er fólk í þjónustugeiranum hins vegar ekki með vald til að gera neitt í kvörtunu. Þetta skapar vanalega vont skap hjá afgreiðslufólki, ekki kvartara að kenna heldur þjónustuaðila.

Auk þess sem kvartanir eru seldar dýrum dómum til fyrirtækja af t.d. IMG þegar þeir fanga þær með símtölum af tilviljun.

Jón Finnbogason, 24.7.2008 kl. 19:44

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Til hvers að vera að röfla yfir verði við aðila, sem ræður engu um verðið? Annað er þegar verið er að kvarta yfir þjónustu afgreiðslufólksins sjálfs. Það er sjálflsagt að koma þeirri kvörtun til þeirra sjálfra enda hafa þeir það í valdi sínu að breyta því. Kvörtun yfir verði við afgreiðslufólk skilar hins vegar engu enda þá verið að kvarta við rangan aðila.

Sigurður M Grétarsson, 25.7.2008 kl. 12:13

5 Smámynd: Jón Finnbogason

Framlínustarfsmenn eru tengiliðir viðskiptavina við þá sem ráða í þjónustufyrirtækjum.

_

Það eru vafalaust haldnir starfsmannafundir þar sem framlínustarfsmenn tjá reynslu sína af samskiptum við viðskiptavini við yfirmenn? Á þessum tímapunkti er mikilvægt að framlínustarfsmenn láti yfirmenn hafa bestu mögulegu upplýsingar á vilja viðskiptavina.

_

Þess vegna er mikilvægt að halda framlínustarfsmönnum upplýstum, það er skylda okkar sem neytenda á þessum síðustu og verstu tímum.

Jón Finnbogason, 25.7.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband