Er það best?

Sjálfssagt er fyrir OR að setja upp virkjanir og framleiða rafmagn erlendis. Það er gott fyrir Ísland að  viðskiptasamningar og samskiptanet okkar sé sem þéttast og víðast. Eða eins og Alfreð sagði þegar OR byrjaði að þjónusta sumarbústaðarbyggðir á suðurlandi, þá eru íbúar Reykjavíkur með stóran hluta þessa sumarbústaða. 

Fyrst og fremst þarf að takmarka áhættu Orkuveitu Reykjavíkur af útrásarverkefnum sínum um heiminn. Ekki viljum við þurfa að greiða hærri rafmagnsreikning á Íslandi vegna valdaráns í Eþíópíu? Vegna þessa var nú REI stofnað.

Það hvort OR sé með bestu þekkingu, gáfaðasta fólkið eða sniðugustu lausnirnar á rafmagnsframleiðslu skiptir litlu máli. Það sem skiptir máli er að REI hafi sjálfstraust og bakland til að setja á fót virkjanir, framleiða rafmagn og græða á því.

Ég vona að REI haldist í eigu OR eitthvað lengur til að koma framleiðslu af stað. Einnig svo fólk átti sig á tækifærunum sem í þessu liggja, til dæmis verkaskiptingu milli OR og REI. 


mbl.is Vill að Reykjavíkurborg selji REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband