Netnotkun í farsíma mun aldrei verða vinsæl, fyrr en hætt verður að rukka fyrir gagnamagn.

Eftir að ég keypti mér 3g síma hér í Danaveldi, var ég æstur að nota msn, hringja videosímtöl og netfréttir DR. En þegar ég fékk reikning uppá 1300 danskar hætti ég snarlega og hef ekki notað netið síðan, þetta bara var ekki þess virði.

Um leið og hægt verður að kaupa sér "internet í símann" fyrir fasta upphæð á mánuði, þá fyrst mun ég aftur fara á netið í farsímanum. Þegar Nova segja að "Myndsímtöl hjá Nova munu kosta það sama og önnur símtöl en greitt er fyrir netnotkun í símanum eftir gagnamagni, eins og er með netnotkun í tölvum." veit ég að ég verð að bíða enn um sinn til að farsíminn fái nýja function.

Hver myndi til dæmis borga fyrir hvern email sem hann myndi senda? Enginn.


mbl.is Nova boðar breytta tíma – öll netnotkun í farsímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband