Kröfur til lýðræðislegra kosninga?

Hvaða kröfur þurfa kosningar að uppfylla til að geta talist lýðræðislegar að mati ÖSE / http://www.osce.org/?


mbl.is ÖSE: Kosningar í Rússlandi stóðust ekki kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

T.d. að vera leynilegar, að þær séu almennar bæði hvað varðar kjörgengi og kosningarétt og að framkvæmd þeirra og aðdragandi sé með þeim hætti að öllum framboðum sé gert jafnt undir höfði.  Það er t.d. hæpið að handtaka andstæðinga ríkjandi stjórnvalda, banna þeim að bjóða sig fram eða bannað þeim að halda fundi.

Hreiðar Eiríksson 3.12.2007 kl. 14:03

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hef ég ekki fengið svar frá ÖSE um þessi mál. Enda er þetta vafalaust pólítískt breytilegt eins og svo margt annað mikilvægt.

  • Leynilegar. En það var leynileg kosning í lokuðum kjörklefa, var það ekki?
  • Almennt kjörgengi. Hverjum var meinað að bjóða sig fram?
  • Almennur kosningaréttur. Gátu ekki allir yfir sirka 18 ára aldri kosið?
  • Öllum framboðum gert jafnt hátt undir höfði, semsagt að ríkisfjölmiðlar bjóði uppá kappræður með öllum þáttakendum. Eins og var svo vinsælt í Frakklandi að eingöngu stærstu 2 frambjóðendurnir gátu tekið þátt.
  • Hvað með nákvæma talningu? Eins og kosningarnar og talningin í Bandaríkjunum 1999.

Jón Finnbogason, 3.12.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband