Færsluflokkur: Bloggar

Betri sundurliðun flugmiða

Öll flugfélög ættu að sundurliða reikninga sína svona, en það þarf að vera skýrt hver heildar upphæðin er þegar maður flettir upp verðum á heimasíðum.

Sundurliðunin gæti verið svona:

  • Olíugjald
  • Flugvélagjald
  • Matargjald
  • Launagjald / flugliða og flugmanna
  • Viðhald flugvélagar
  • Kostnaður við afþreyingarefni
  • Flugvallaskattur
  • Skattur til einhvers
  • Annar skattur til einhvers
  • Stjórnunargjald til flugfélags
  • Heimasíðugjald
  • Skrifstofugjald
  • Endurskoðendagjald
  • Tryggingaiðgjaldagjald
  • Þrifagjald
Það væri gaman að bera svo saman þrifagjald milli flugfélaga:)

mbl.is Sterling tekur upp eldsneytisgjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

McBush


Hrefnukjöt getur verið lostæti

Fékk smakk á Lækjarbrekku úr veiði síðasta árs síðasta sumar og þótti ljúffengt. Meðferð og metnaður hefur mest um það að segjast hvernig smakkast.

Þessar veiðar munu vafalaust draga úr áhuga ferðamanna á að koma í hvalaskoðun, sem er ver.

Eins og WWF segir http://www.worldwildlife.org/species/finder/cetaceans/item556.html eru ekki allir hvalir í útrýmingarhættu, stendur reyndar ekki hvort minke whale sé það á síðunni.


mbl.is Hrefnuveiðar tilgangslausar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða hagsmuna?

Sem verðandi hundaeigandi finnst mér þetta frekar furðulegt mál. Ef hundur bítur á að lóga honum, eru ekki allir sammála því? 

Hvað vill eigandinn gera núna við hundinn?  


mbl.is Hagsmuna hundeiganda ekki gætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegt svæði

Ætla pottþétt að skjótast þangað í sumar, í sömu ferð og ég kíki á Hengilssvæðið.

Er annars ekki hægt að skábora þetta? 


mbl.is Bygging Bitruvirkjunar óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun stýrivaxta.

Það er greinilegt að Geir tilkynnir með þessu að Seðlabankinn sé að undirbúa vaxtalækkun stýrivaxta, til hvers annars ætti hann að vera að tala um þetta?

Vextir Seðlabankans eru jú háir svo fólk taki ekki lán. 

Fyrir stuttu síðan hvatti hann til þess að menn dregðu saman seglin, kannski er góðærið komið aftur?


mbl.is Útlán of lítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valkostir?

Mér finnst vanta alla umræðu um af hverju ESB og af hverju ekki ESB. Þetta orðgjálfur er ekki til neins nema ruglings. 

Rétt eins og aðrir Framsóknarmenn vill ég athuga hvaða samningum er hægt að ná en ef þeir eru ekki hagstæðir getum við lagt þessa pælingu á hillinu. EN við verðum að taka þessa umræðu áður en við getum skrúfað fyrir hana.


mbl.is Geir: Ég vil ekki ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

85% vilja óbreyttan Íbúðalánasjóð

Íbúðalánasjóður hefur einfaldlega það markmið að tryggja eignamyndun í samfélaginu, með því að bjóða íbúðalán. Þau eru reyndar ekki svo há en afganginn er alltaf hægt að fá á hinum frjálsa markaði.

Þegar hinn frjálsi markaður hættir að geta lánað vegna ytri áhrifa er einfaldlega nauðsynlegt að hafa stofnun eins og Íbúðalánasjóð. 


mbl.is Breytingar í vændum á Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eykur traust

Þessir samningar eru afar jákvæðir. Vonandi verður þetta nóg fyrir bankanna, 1500 milljón evrur allt í allt.

Seðlabankinn að gera góða hluti með þessu, geta vafalaust snúið sér að öðrum aðgerðum til að tryggja fjármálastöðugleikann enn frekar.

Aldrei að vita nema þetta virki sem sinnep í rassgatið á stjórninni og hún fari nú að gera eitthvað af því sem þarf að gera t.d. endurskoða fjárlög og auka tækifæri til útflutnings.

Svo væri ekki úr vegi að við færum öll að leggja fyrir, það er jú undirstaðan að þessu öllu. Skylduiðgjald í Lífeyrissjóð hefur til dæmis á um 40 árum náð góðri fótfestu, ásamt viðbótarlífeyrissparnaði nýverið. Hvernig væri ef fólki yrði t.d. leyft að leggja inn hluta brúttó launa sinna inn á ákveðna reikninga og væri skattfrjáls, enda þyrfti hver ársinnlögn að vera inni í ákveðinn fjölda ára, sem dæmi 5 ár. Þetta þyrfti ekki að vera meira en 1% af launum til að stuðla að mikilli hugarfarsbreytingu á stuttum tíma.


mbl.is Fyrsti þáttur í lengra ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn fylgja áætlun

"Hækkunin er í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna um aðgerðir í umhverfismálum."
mbl.is Bensíngjald hækkað í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband