Færsluflokkur: Bloggar

Klúður og heimska

Af hverju er fólk að taka svona stór lán til að borga fyrir neyslu?

Fólk þarf nauðsynlega að vita hvernig á að umgangast verðmæti og lán. Gott skipulag á því væri að þeir sem skulda eitthvað væru með opna fyrirlestra fyrir skólakrakka og á ríkisstöðinni um af hverju það lenti í skuldasúpunni. Eða fólk gæti farið að blogga reynslusögur sínar á netið.

Samfélagið þarf að aðlaga sig, ef þessi aðlögun næst ekki getum við gleymt því að halda uppá 1200 ára afmæli byggðar á Íslandi.

Ég get byrjað. Ég skulda námslán, um 200.000 krónur. Ég átti bíl á lánum fyrir 2,2 milljónir þar til ég seldi hann þegar ég fór í víking fyrir rúmlega ári síðan. Þegar ég seldi hann fór lánið með. Ég hef farið í stórar sólarstrandaferðir með skemmtilega stóra greiðslukortareikninga en aldrei verið meira en 3 mánuði að klára að greiða þá. Ég keypti mér ekki íbúð þegar allir gátu fengið lán, ég bjó hjá foreldrum mínum og borgaði þeim leigu. Hefði reyndar aldrei keypt stærri íbúð en þá sem útleiga hefði getað séð um lánið fyrir. Ég er ekki fjármálasnillingur, ég tapaði fullt af pening á hlutabréfum. Allur sá peningur var minn peningur, ekkert á lánum og allur hluti tapsins peningur sem hækkum bréfa áður hafði hvort eð er skilað mér. Ég er ekki byrjaður að vinna frá því ég byrjaði í skólanum hér úti, því ég safnaði eins og bjáni frá því ég var tvítugur til mögru áranna. Hef því lifað hér í Danmörku, í rúmt ár á hárri leigu, nýju innbúi en ódýrum mat, á eigin sparnaði. Bráðum þarf ég að fara að vinna, það er mín þrautarvörn.


mbl.is Stöðugt fleiri leita aðstoðar vegna skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullgerðarmenn

Djöfuls veisla er þetta hjá Seðlabanka Bandaríkjanna.

Hversu mikið getur hann eiginlega lánað út?


mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð grein

Það hefur vantað fleiri svona greinar á mbl.is. Keep up the good work.

T.d. vantar greinar um 1. Umfang orkufyrirtækja í sölu endurnýjanlegrar orku, nú þegar. 2. Umfang fíkniefnaviðskipta á efnahagsmál i heiminum. 3. Langtíma söguskoðun á þróun milliríkjaviðskipta síðustu 5000 þúsund árin og margt margt fleira.


mbl.is Fréttaskýring: Afleiðurnar undirrót bankahrunsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðran lekur hægt

Gömlu stóru bankarnir eru greinilega búnir að kúka allsvakalega á sig þrátt fyrir allar áhættudeildir sem peningar geta keypt.

Bankablaðran virðist þó leka furðu hægt. Töp fjármálastofnana á lækkun fasteignaverðs hefur skilað margföldu tapi á við það sem nú er búið að gera upp.

Fyrirtæki í bandaríkjunum hafa ekki viljað gera upp tap sitt af veðlánum vegna þess að vonast er til að þau muni hækka á næstunni. Það er glatað, af hverju ekki bara segja satt og rétt frá, og fá svona 11. sept stemmingu aftur. Þá fyrst færi allt til fjandans, það er kannski það sem ÞEIR vilja forðast.

Hugsið ykkur, allir lífeyrissjóðir í heiminum minnka um 50% og menn sem eiga haglabyssur færu að taka þær með sér hvert sem farið væri. Úff það væri góður dagur til að liggja uppí sófa að horfa á alla Simpson þættina, svo fremi sem ekki væri búið að klippa á rafmagnið.


mbl.is Skjálfti á fjármálamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskir lögreglumenn eru ruddar

Því er fólki í nöp við þá og lemja til baka.

Þegar lögreglumenn koma ekki úr röðum dólga og vitleysinga batnar virðing fyrir embættinu. En á sama tíma þurfa glæpamenn að missa lífsviðurværi sitt, sölu fíkniefna.

Því um leið og þeir dólgar sem ekki eru gengnir í lögregluna hætta að græða á því að selja öðrum vitleysingum fíkniefni, hætta þeir að nenna að slá í lögguna útaf viðskiptahagsmunum.


mbl.is Danska lögreglan beitt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurteisi og vald

Lögreglan þarf að stíga varlega til jarðar í sínum verkum þessi misseri. Það að lögregluþjónar sem ráðast á ungmenni starfi áfram á meðan rannsókn á þeirra málum stendur yfir, er bara lítið dæmi um alvarleika málsins um þessar mundir. Hvernig lögreglan hegðar rannsóknum mála sinna varðandi hælisleitendur sem búa áralengi í bráðarbirgðahúsnæði verður að taka mið af ákvarðanafælni löggjafavaldsins.

Svo finnst mér að fjölmiðlar ættu að útvega ítarlegri umfjöllun um stöðu hælisleitenda á Íslandi. En ekki éta upp fréttatilkynningar frá einum aðila málsins.

Eiga hælisleitendur ekki að eiga vegabréf? Mega þeir ekki eiga peninga? Hversu lengi þurfa hælisleitendur að búa í bráðabirgðahúsnæði? Hversu lengi er útlendingastofnun að taka ákvarðanir? Af hverju er ekki ráðist að sömu hörku að vinnuveitendum sem ráða starfsfólk í ólöglega (svarta) vinnu? Hvaðan fá hælisleitendur lífsviðurværi sitt meðan að vinnslu umsókna stendur yfir?


mbl.is Hælisleitendur mótmæla aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan á að vera ósýnileg

Vinna sín verk í samvinnu og þökk venjulegs fólks. Um leið og stór eining verður til eins og hjá Haraldi fara menn út fyrir verksvið sitt í krafti stærðar sinnar.
mbl.is Vill enn færri lögregluembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjið bara að nota €, það er ekki eftir neinu að bíða.

Allra síst eftir þessari ríkisstjórn til að gera nokkurn skapaðan hlut. Þó hún hafi áskilið sér rétt til að stjórna peningamálastefnu landsins 100%. Það er það sem þetta kjörtímabil hefur kennt mér.

Það er líklegra að komi fram hugmynd um að seðlabankinn búi til trilljón krónur og kaupum Erlendan gjaldeyri fyrir það eins hratt og hægt er. Þannig endum við með helling af verðmætum í kjallara Kalkofnsvegs 1, fyrir ekkert. Þurfum ekki einu sinni að prenta seðlana.


mbl.is Vilja ekki krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri...

Að allir sem flytja farþega til og frá A og B væru skyldaðir til að greiða tryggingu til að tryggja að allir komist til síns heima í svona tilfellum.

Ég trúi og treysti Evrópusambandinu til að samþykkja fyrstu lögin, ekki er líklegt að þvílíkt frumvarp kæmist ofan í maga á Alþingi í ruglinu sem stjórnin viðhefur þar á bæ þessa dagana.


mbl.is Tugþúsundir strandaglópa vegna gjaldþrots XL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var mikið

Óskar Bergs að standa sig.
mbl.is Lækjargata 2 tekin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband