Færsluflokkur: Bloggar
Maður að meiri
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Það er gott þegar menn taka ábyrgð á eigin gjörðum, meira en aðrir hafa gert.
Skrýtin er tilfinningin að hér höfum við eina opinbera starfsmanninn sem sagt hefur af sér, eftir að fjármálalífið hrundi.
En kannski byrjar boltinn að rúlla með þessu?
![]() |
Bjarni segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hégómlegar vinsældarkannanir breyta engu.
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Það hefði verið forvitnilegt og aukið tilgang könnunarinnar ef spurt hefði verið um sérstök mál. Til dæmis hefði verið gáfulegt að spyrja: Með hvað ertu ánægð/ur með hjá eftirfarandi ráðherrum.
Það hefði verið könnun sem hægt væri að byggja eitthvað raunverulegt á.
![]() |
Ríflega helmingur ánægður með Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki benda á mig, ég var að þvo á mér hárið.
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Það er aldeilis hvað sumir eru meðvitaðir um umhverfi sitt.
Að vita ekki af vandræðum sem gætu orsakað þjóðargjaldþrot er útaf fyrir sig eitt alvarlegasta brot sem opinberir starfsmenn geta játað á sig, og allir játa þeir.
En samt mæta þeir í vinnuna á hverjum degi og dunda sér við hugðarefni sín ótruflaðir af yfirmönnum sínum.
![]() |
Ráðherrarnir koma af fjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hávær Þögn, en þögn engu að síður!
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Nú væri gaman ef maður vissi á hverju strandar í samstarfi flokkanna? Eða hvort þetta sé bara enn eitt moldviðrið?
Til að koma boltanum af stað væri vafalaust vænlegt til árangurs að byrja á Davíðsmálinu og setja fram tillögu um að Alþingi kjósi um það hver situr í Seðlabankanum. Ef Alþingi hefur ekki vald til að ákveða það, þá er sú lagabreytingartillaga greinilega fyrst í röðinni.
Ef þetta er ekki hægt, þá væri gaman að heyra SJÓNARMIÐ um af hverju ekki.
Óljóst kvart og kvein skilar okkur engu í þessari stöðu sem við erum í.
![]() |
Vilja nýjan stjórnarsáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kristófer Jónsson sem formann VR
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Svo þarf að snúa sér að hinum verkelýðsfélögunum og lífeyrissjóðunum með sömu aðferðum.
Þannig byrja hjólin að snúast í breytingarferlinu, ekkert mun koma frá Alþingi eins og staðan er.
Kristóferar landsins, látið í ykkur heyra.
![]() |
Krefjast almenns félagsfundar í VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nei
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Þetta er nú mesta rugl sem ég hef heyrt. Á maður að treysta stjórnvöldum meira eftir síðustu gusuna?
Nei, það er einfaldlega ekki rökrétt.
Frekar ættu sveitarstjórnir að bjóða fólki uppá að velja í hvað skattar þeirra færu í. Við höfum næga tækni til að henda upp læstu heimasvæði þar sem fólk getur skipt sköttunum sínum á milli málaflokka. Þannig næðist fram áður óþekkt hagræðing.
![]() |
Þyngri álögur á íbúa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.11.2008 kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenær ætli Lín tilkynni þessa breytingu?
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Finn engar upplýsingar um þetta á lin.is en þetta hefur væntanlega bara verið að gerast?
Breytt staða fyrir mig, 23% hærri námslán og tekjutenging komin í 5%. Þannig að í staðin fyrir 69.660 dkk á ári fer ég í 85.681 dkk á ári.
![]() |
Stúdentaráð fagnar aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óákveðnir eru ??%
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
![]() |
Samfylking með langmest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heykvíslafólk í ríkisstjórn?
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Er lægð yfir landinu, hvaða máli skiptir þessi pappakassi? Hvað græðum við á því að fá annað verkfæri í Seðlabankann? Ég geri ráð fyrir því að seðlabankinn geri einungis það sem meirihluti er fyrir í ríkisstjórninni, ella væri rétt að kæra landráð.
Þessi bókun gerir lítið nema í mesta lagi færa athyglina frá samning ríkisstjórnarinnar við IMF og hvað felst í honum. Ásamt öðrum aðgerðum ríkisins sem við ættum að vera að ræða um.
Jóhannes Björn Lúðvíksson á http://vald.org segir þetta best.
"Það er fyrir löngu kominn tími til að íslenskir pólitíkusar, þessir svokölluðu fulltrúar fólksins, hætti að komast upp með að fara með milliríkjasamninga eins og einkamál. Þetta eru hagsmunir fólksins og það er verið að semja um sameign þjóðarinnar. Birtið strax alla skilmála samningsins við IMF. Birtið líka í leiðinni á hvaða verði íslenska þjóðin er að selja orku til erlendra fyrirtækja. Þetta er ekki ykkar einkamál.
Fyrir mörgum árum greindi Elías Davíðsson frá leynisamningi sem Ísland gerði við IMF í kringum 1960. Ísland fékk lán en lofaði að fella gengið um 100% (gert í tveimur áföngum) og e.t.v. var þetta byrjun stóriðjunnar. Kannski væri hægt að sjá þetta plagg áður en það verður fimmtugt."
![]() |
Samfylking afneitar Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ætluð fíkniefni?
Föstudagur, 31. október 2008
Er ekki hægt að gera eitthvað uppbyggilegra við peninginn en að eyða honum í eltingaleik við fíkniefnasala?
Eins og til dæmis að lækka skatta á útflutningsfyrirtæki?
![]() |
Fíkniefnasali handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)